Jólaballinu útvarpað 2. desember 2012 15:00 Þorsteinn Guðmundsson leikari bregður á leik fyrir framan gamla útvarpshúsið á Skúlagötu en þaðan á hann góðar jólaminningar. MYND/VALLI Jóladagur var stór dagur í lífi Þorsteins Guðmundssonar leikara í barnæsku. „Þessi dagur var afskaplega hátíðlegur og stór dagur hjá fjölskyldunni allri. Við hittumst öll og fórum saman á jólaball í gamla útvarpshúsinu á Skúlagötu en afi minn, Þorsteinn Ö. Stephensen, vann þá hjá Ríkisútvarpinu," segir Þorsteinn. „Jólaballinu var útvarpað um allt land og þetta var alveg sérstök jólahátíð í mínum huga. Það var stór partur af jólunum að fara á ballið, fá epli og jólanammipoka og taka þátt í þessari útsendingu. Þó þetta væri útvarpsútsending þá klæddu sig allir fínt upp og við áttum að syngja með hljómsveitinni. Það voru stórir hljóðnemar í loftinu og þetta ball var lagt til grundvallar jólaböllum úti á landi, krakkar úti á landi voru að dansa við tónlistina frá jólaballinu sem ég var á." Eftir jólaballið fór öll fjölskyldan heim til afa og ömmu Þorsteins þar sem fólk gæddi sér á hangikjöti og tilheyrandi. „Þá var amma stundum búin að skrifa jólaleikrit sem við krakkarnir lékum svo fyrir fullorðna fólkið. Við fengum að vera mjaltastúlkan, smalinn og fleiri persónur og þetta var ótrúlega gaman og bara flottustu jól sem hægt var að bjóða upp á," segir Þorsteinn og hlær að minningunni. Fjölskyldan hefur haldið þeim sið að hittast á jóladag en móðurbróðir Þorsteins, Stefán Þ. Stephensen, tók við því að halda jólaboðin eftir að afi og amma Þorsteins létust. „Við erum samheldin fjölskylda og þetta er enn sami kjarni sem hittist þó ég sé orðinn 45 ára gamall. Stefán frændi minn er hornleikari og hann spilar jólalögin og svo er jólatréð dregið út á gólf og dansað í kringum það. Börnin hafa sérstaklega gaman af þessu enda eru jólin hátíð barnanna og gaman að gera eitthvað fyrir þau og búa til minningar sem þau geta sótt í þegar þau verða fullorðin."- lbh Jólafréttir Mest lesið Jólakúlur með listarinnar höndum Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Grýlukvæði Eggerts Ólafssonar Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Þetta er sannkallað jólaþorp Jól Smábitakökur Eysteins Jól Skreytir húsið með 600 jólasveinum Jól Trúum á allt sem gott er Jól
Jóladagur var stór dagur í lífi Þorsteins Guðmundssonar leikara í barnæsku. „Þessi dagur var afskaplega hátíðlegur og stór dagur hjá fjölskyldunni allri. Við hittumst öll og fórum saman á jólaball í gamla útvarpshúsinu á Skúlagötu en afi minn, Þorsteinn Ö. Stephensen, vann þá hjá Ríkisútvarpinu," segir Þorsteinn. „Jólaballinu var útvarpað um allt land og þetta var alveg sérstök jólahátíð í mínum huga. Það var stór partur af jólunum að fara á ballið, fá epli og jólanammipoka og taka þátt í þessari útsendingu. Þó þetta væri útvarpsútsending þá klæddu sig allir fínt upp og við áttum að syngja með hljómsveitinni. Það voru stórir hljóðnemar í loftinu og þetta ball var lagt til grundvallar jólaböllum úti á landi, krakkar úti á landi voru að dansa við tónlistina frá jólaballinu sem ég var á." Eftir jólaballið fór öll fjölskyldan heim til afa og ömmu Þorsteins þar sem fólk gæddi sér á hangikjöti og tilheyrandi. „Þá var amma stundum búin að skrifa jólaleikrit sem við krakkarnir lékum svo fyrir fullorðna fólkið. Við fengum að vera mjaltastúlkan, smalinn og fleiri persónur og þetta var ótrúlega gaman og bara flottustu jól sem hægt var að bjóða upp á," segir Þorsteinn og hlær að minningunni. Fjölskyldan hefur haldið þeim sið að hittast á jóladag en móðurbróðir Þorsteins, Stefán Þ. Stephensen, tók við því að halda jólaboðin eftir að afi og amma Þorsteins létust. „Við erum samheldin fjölskylda og þetta er enn sami kjarni sem hittist þó ég sé orðinn 45 ára gamall. Stefán frændi minn er hornleikari og hann spilar jólalögin og svo er jólatréð dregið út á gólf og dansað í kringum það. Börnin hafa sérstaklega gaman af þessu enda eru jólin hátíð barnanna og gaman að gera eitthvað fyrir þau og búa til minningar sem þau geta sótt í þegar þau verða fullorðin."- lbh
Jólafréttir Mest lesið Jólakúlur með listarinnar höndum Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Grýlukvæði Eggerts Ólafssonar Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Þetta er sannkallað jólaþorp Jól Smábitakökur Eysteins Jól Skreytir húsið með 600 jólasveinum Jól Trúum á allt sem gott er Jól