Einfætti kylfingurinn | myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2012 07:00 Manuel de los Santos er enginn venjulegur kylfingur. Þrátt að vera með aðeins einn fótlegg hefur honum tekist að ná ótrúlegum tökum á golfíþróttinni. Hann er kominn með þrjá í forgjöf og slær hátt í 300 metra upphafshögg. Hinn 25 ára gamli Manuel de los Santos kemur frá Dóminíska lýðveldinu. Hann hefur alla tíð verið hæfileikaríkur íþróttamaður og átti bjarta framtíð fyrir sér sem hafnaboltamaður. Það var nánast frágengið að hann myndi spila með Toronto Blye Jays í MLB-deildinni í Bandaríkjunum þegar líf hans breyttist skyndilega. Hann var þá 18 ára gamall og lenti í mótorhjólaslysi sem leiddi til þess að það varð að taka af honum annan fótinn. Eftir það varð De los Santos að hugsa lífið upp á nýtt. De los Santos lét fötlun sína ekki aftra sér frá því að taka þátt í íþróttum og árið 2003, er hann flutti til Frakklands, byrjaði hann að æfa golf. Það var Tiger Woods að þakka. „Tiger Woods er hetjan mín," sagði De los Santos sem fór að æfa eins og Tiger og notaði ráðleggingar frá honum í bókum. Hann varð líka fyrir miklum áhrifum er hann sá myndina „The Legend of Bagger Vance" en hún fjallar um kylfing sem lendir í miklu mótlæti. „Daginn eftir að ég sá myndina bað ég um að fá að fara út golfæfingasvæði. Það skiptir ekki máli þó ég hafi bara einn fótlegg. Þegar lífið gefur manni tækifæri þá verður maður að grípa það. Ég ákvað að gera það," sagði þessi ungi maður sem er orðinn fyrirmynd um allan heim. De los Santos hefur náð ótrúlegum árangri í golfinu og er þegar kominn með þrjá í forgjöf. Það sem gerir árangur hans enn eftirtektarverðari er að hann notast ekki við gervifót. Hann stendur á einum fæti og slær. Það er hreint ótrúlegt að sjá hvernig hann nær að slá hátt í 300 metra og vippar síðan eins og atvinnumaður. Hann styðst þó við hækjur á milli högga. Hann fékk stóran draum uppfylltan á dögunum er hann fékk að spila í móti atvinnumanna og áhugamanna á St. Andrew's-vellinum í Skotlandi. „Ég hef líklega aldrei séð eins góðan kylfing með þrjá í forgjöf," sagði atvinnumaðurinn Gavin Dear eftir hringinn með De los Santos en hann kom í hús á 76 höggum á þessum gríðarlega erfiða velli sem hann hafði ekki leikið áður. John Hopkins, fyrrum kylfingur og blaðamaður, var á meðal þeirra sem fylgdust með einfætta kylfingnum. „Á golfvellinum í morgun varð ég vitni að líklega því ótrúlegasta sem ég hef séð á 50 ára ferli í sportinu. Augun á mér stækkuðu af aðdáun við að horfa á De los Santos spila. Einfættur án gervifótar með upphafshögg sem ná tæplega 300 metra. Svo vippaði hann með álíka tilfinningu og Seve Ballesteros gerði á sínum tíma. Þessu mun ég aldrei gleyma," skrifaði Hopkins. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Manuel de los Santos er enginn venjulegur kylfingur. Þrátt að vera með aðeins einn fótlegg hefur honum tekist að ná ótrúlegum tökum á golfíþróttinni. Hann er kominn með þrjá í forgjöf og slær hátt í 300 metra upphafshögg. Hinn 25 ára gamli Manuel de los Santos kemur frá Dóminíska lýðveldinu. Hann hefur alla tíð verið hæfileikaríkur íþróttamaður og átti bjarta framtíð fyrir sér sem hafnaboltamaður. Það var nánast frágengið að hann myndi spila með Toronto Blye Jays í MLB-deildinni í Bandaríkjunum þegar líf hans breyttist skyndilega. Hann var þá 18 ára gamall og lenti í mótorhjólaslysi sem leiddi til þess að það varð að taka af honum annan fótinn. Eftir það varð De los Santos að hugsa lífið upp á nýtt. De los Santos lét fötlun sína ekki aftra sér frá því að taka þátt í íþróttum og árið 2003, er hann flutti til Frakklands, byrjaði hann að æfa golf. Það var Tiger Woods að þakka. „Tiger Woods er hetjan mín," sagði De los Santos sem fór að æfa eins og Tiger og notaði ráðleggingar frá honum í bókum. Hann varð líka fyrir miklum áhrifum er hann sá myndina „The Legend of Bagger Vance" en hún fjallar um kylfing sem lendir í miklu mótlæti. „Daginn eftir að ég sá myndina bað ég um að fá að fara út golfæfingasvæði. Það skiptir ekki máli þó ég hafi bara einn fótlegg. Þegar lífið gefur manni tækifæri þá verður maður að grípa það. Ég ákvað að gera það," sagði þessi ungi maður sem er orðinn fyrirmynd um allan heim. De los Santos hefur náð ótrúlegum árangri í golfinu og er þegar kominn með þrjá í forgjöf. Það sem gerir árangur hans enn eftirtektarverðari er að hann notast ekki við gervifót. Hann stendur á einum fæti og slær. Það er hreint ótrúlegt að sjá hvernig hann nær að slá hátt í 300 metra og vippar síðan eins og atvinnumaður. Hann styðst þó við hækjur á milli högga. Hann fékk stóran draum uppfylltan á dögunum er hann fékk að spila í móti atvinnumanna og áhugamanna á St. Andrew's-vellinum í Skotlandi. „Ég hef líklega aldrei séð eins góðan kylfing með þrjá í forgjöf," sagði atvinnumaðurinn Gavin Dear eftir hringinn með De los Santos en hann kom í hús á 76 höggum á þessum gríðarlega erfiða velli sem hann hafði ekki leikið áður. John Hopkins, fyrrum kylfingur og blaðamaður, var á meðal þeirra sem fylgdust með einfætta kylfingnum. „Á golfvellinum í morgun varð ég vitni að líklega því ótrúlegasta sem ég hef séð á 50 ára ferli í sportinu. Augun á mér stækkuðu af aðdáun við að horfa á De los Santos spila. Einfættur án gervifótar með upphafshögg sem ná tæplega 300 metra. Svo vippaði hann með álíka tilfinningu og Seve Ballesteros gerði á sínum tíma. Þessu mun ég aldrei gleyma," skrifaði Hopkins.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira