Markaðsmisnotkun með FL-bréf rannsökuð Þórður Snær Júlíusson skrifar 5. desember 2012 07:00 TM Tryggingamiðstöðin lagði peningamarkaðsinnlán inn í VBS og þau voru notuð til að kaupa hlutabréf í FL Group, sem var eigandi tryggingafélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EOL Meint markaðsmisnotkun VBS fjárfestingabanka, Stoða (áður FL Group) og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) með hlutabréf í FL Group í byrjun árs 2008 er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) eftir að slitastjórn VBS vísaði málinu þangað. Hún höfðaði einnig einkamál á hendur Stoðum og TM vegna málsins. Þingfesta átti það mál 27. nóvember síðastliðinn en áður en af því varð var samið um lyktir þess. Málavextir eru þeir að í upphafi ársins 2008 gerðu þeir Jón Þórisson, þáverandi forstjóri VBS, og Jón Ásgeir Jóhannesson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, með sér samkomulag um að FL Group myndi leggja inn í VBS peningamarkaðsinnlán sem síðan átti að nota til að kaupa hlutabréf í FL Group. Í lok janúar og í byrjun febrúar 2008 lagði FL Group síðan inn 1,5 milljarða króna í formi peningamarkaðsinnlána. Síðar var dótturfélag þess, TM, látið taka við fjármögnuninni. Alls lagði TM inn í VBS rúma 2,3 milljarða króna í peningamarkaðsinnlánum í febrúar 2008. Hluti var notaður til að endurgreiða FL Group og afgangurinn að mestu notaður til að kaupa enn fleiri bréf í Stoðum. Skrifað var undir skaðleysisyfirlýsingu vegna þessa. Í henni fólst að FL Group myndi verja VBS fyrir öllu mögulegu tapi vegna viðskiptanna. Forsvarsmenn TM hafa ávallt neitað því að hafa vitað að peningamarkaðsinnlánin hafi verið notuð með þeim hætti sem þau voru. Áður en VBS fór í þrot endurgreiddi bankinn TM lánin með eignum. Slitastjórn VBS hefur höfðað riftunarmál vegna þeirra gjörninga. Samkvæmt gögnum sem Markaðurinn er með undir höndum gengu viðskiptin þannig fyrir sig að tveir miðlarar VBS sáu um hlutabréfakaupin og var tilgangurinn sá að reyna að halda gengi FL Group, sem þá stóð höllum fæti, yfir tíu krónum á hlut. Það tókst ekki til lengdar. Í lok júlí 2008 keypti Styrkur Invest, dótturfélag Baugs, öll hlutabréfin í FL Group sem VBS hafði keypt fyrir peningamarkaðsinnlán TM. Markaðsvirði þeirra var þá um 1,4 milljarðar króna og ljóst að mikið tap hafði myndast á viðskiptunum. Kaupin voru bæði gerð með lánsfé frá VBS. Bæði Baugur og Styrkur urðu síðan gjaldþrota árið 2009 og efndu því ekki gerða samninga. VBS tapaði þess vegna 2,2 milljörðum króna á þátttöku sinni í fléttunni og þess vegna ákvað slitastjórn VBS að stefna Stoðum og TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið hafi auk þess verið sent til FME til rannsóknar þar sem slitastjórninni þyki ljóst að forsvarsmenn þeirra aðila sem komu að fléttunni hafi gerst sekir um saknæma og ólögmæta háttsemi þegar þeir reyndu að hafa áhrif á verð hlutabréfa á markaði með þeim hætti sem að ofan er lýst. Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Meint markaðsmisnotkun VBS fjárfestingabanka, Stoða (áður FL Group) og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) með hlutabréf í FL Group í byrjun árs 2008 er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) eftir að slitastjórn VBS vísaði málinu þangað. Hún höfðaði einnig einkamál á hendur Stoðum og TM vegna málsins. Þingfesta átti það mál 27. nóvember síðastliðinn en áður en af því varð var samið um lyktir þess. Málavextir eru þeir að í upphafi ársins 2008 gerðu þeir Jón Þórisson, þáverandi forstjóri VBS, og Jón Ásgeir Jóhannesson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, með sér samkomulag um að FL Group myndi leggja inn í VBS peningamarkaðsinnlán sem síðan átti að nota til að kaupa hlutabréf í FL Group. Í lok janúar og í byrjun febrúar 2008 lagði FL Group síðan inn 1,5 milljarða króna í formi peningamarkaðsinnlána. Síðar var dótturfélag þess, TM, látið taka við fjármögnuninni. Alls lagði TM inn í VBS rúma 2,3 milljarða króna í peningamarkaðsinnlánum í febrúar 2008. Hluti var notaður til að endurgreiða FL Group og afgangurinn að mestu notaður til að kaupa enn fleiri bréf í Stoðum. Skrifað var undir skaðleysisyfirlýsingu vegna þessa. Í henni fólst að FL Group myndi verja VBS fyrir öllu mögulegu tapi vegna viðskiptanna. Forsvarsmenn TM hafa ávallt neitað því að hafa vitað að peningamarkaðsinnlánin hafi verið notuð með þeim hætti sem þau voru. Áður en VBS fór í þrot endurgreiddi bankinn TM lánin með eignum. Slitastjórn VBS hefur höfðað riftunarmál vegna þeirra gjörninga. Samkvæmt gögnum sem Markaðurinn er með undir höndum gengu viðskiptin þannig fyrir sig að tveir miðlarar VBS sáu um hlutabréfakaupin og var tilgangurinn sá að reyna að halda gengi FL Group, sem þá stóð höllum fæti, yfir tíu krónum á hlut. Það tókst ekki til lengdar. Í lok júlí 2008 keypti Styrkur Invest, dótturfélag Baugs, öll hlutabréfin í FL Group sem VBS hafði keypt fyrir peningamarkaðsinnlán TM. Markaðsvirði þeirra var þá um 1,4 milljarðar króna og ljóst að mikið tap hafði myndast á viðskiptunum. Kaupin voru bæði gerð með lánsfé frá VBS. Bæði Baugur og Styrkur urðu síðan gjaldþrota árið 2009 og efndu því ekki gerða samninga. VBS tapaði þess vegna 2,2 milljörðum króna á þátttöku sinni í fléttunni og þess vegna ákvað slitastjórn VBS að stefna Stoðum og TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið hafi auk þess verið sent til FME til rannsóknar þar sem slitastjórninni þyki ljóst að forsvarsmenn þeirra aðila sem komu að fléttunni hafi gerst sekir um saknæma og ólögmæta háttsemi þegar þeir reyndu að hafa áhrif á verð hlutabréfa á markaði með þeim hætti sem að ofan er lýst.
Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira