Ætlaðar endurheimtir margfaldast Þórður Snær Júlíusson skrifar 5. desember 2012 06:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri skrifaði undir svörin við spurningum nefndarmannanna fyrir hönd bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRéttablaðið/valli Ætlaðar endurheimtir kröfuhafa Glitnis hafa nífaldast frá því í nóvember 2008. Hjá Landsbankanum hafa þær fimmfaldast og hjá Kaupþingi hafa þær tæplega fjórfaldast. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við ýmsum spurningum nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd um stöðu útgreiðslna til kröfuhafa fallinna banka og fyrirhugaða nauðasamninga þeirra. Svörin voru afhent 21. nóvember síðastliðinn. Þeir aðilar sem keypt hafa kröfur á bankana þrjá á eftirmarkaði hafa því margfaldað virði krafna sinna.Aldrei keypt kröfur Í svörum Seðlabankans, sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri skrifar undir, segir að Seðlabankinn hafi aldrei keypt kröfur á fallin fjármálafyrirtæki á svokölluðum eftirmarkaði, enda sé ekki „ljóst hvort lagaheimildir séu til þess". Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélags hans, heldur hins vegar á miklu magni krafna í bú bankanna vegna veðlánaviðskipta sem hann stundaði, sem veitandi lausafjárfyrirgreiðslu, af miklum móð við föllnu bankana fyrir hrun. Hann er til dæmis á meðal tíu stærstu kröfuhafa Glitnis í gegnum þrotabú Sparisjóðabankans, sem var umsvifamikill í veðlánaviðskiptunum. Í lok árs 2011 voru eignir ESÍ metnar á 340,3 milljarða króna, sem var um 21 prósent af heildarefnahag Seðlabankans á þeim tíma. Því er um mikil verðmæti er að ræða. Seðlabankinn var einnig spurður hvort hann vissi á hvaða verði kröfur á gömlu bankana voru keyptar og um hvaða upphæðir væri að ræða. Í svari hans segir að hann hafi ekki upplýsingar um á hvaða verði og í hvaða magni kröfur hafi verið keyptar. Þó megi gera ráð fyrir að kröfur hafi í sumum tilvikum margsinnis gengið kaupum og sölum. Vitað sé að viðskiptabankar séu á meðal kröfuhafa og að hlutur „svokallaðra vogunarsjóða hefur farið vaxandi".Endurheimtir margfaldast Síðan segir að „til hliðsjónar má þó geta þess að þegar skuldatryggingar á íslensku bankana voru gerðar upp í nóvember 2008 voru endurheimtur ótryggðra kröfuhafa afar lágt metnar (1,25% í Landsbanka Íslands, 3% í Glitni og 6,625% í Kaupþingi). Frá þeim tíma hafa verið samfelld viðskipti með kröfurnar og í dag er verð þeirra u.þ.b. 6,25% hjá Landsbanka, 27% hjá Glitni og 25,5% hjá Kaupþingi". Samkvæmt þessu hefur virði krafna á bankana margfaldast á undanförnum árum. Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Sjá meira
Ætlaðar endurheimtir kröfuhafa Glitnis hafa nífaldast frá því í nóvember 2008. Hjá Landsbankanum hafa þær fimmfaldast og hjá Kaupþingi hafa þær tæplega fjórfaldast. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við ýmsum spurningum nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd um stöðu útgreiðslna til kröfuhafa fallinna banka og fyrirhugaða nauðasamninga þeirra. Svörin voru afhent 21. nóvember síðastliðinn. Þeir aðilar sem keypt hafa kröfur á bankana þrjá á eftirmarkaði hafa því margfaldað virði krafna sinna.Aldrei keypt kröfur Í svörum Seðlabankans, sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri skrifar undir, segir að Seðlabankinn hafi aldrei keypt kröfur á fallin fjármálafyrirtæki á svokölluðum eftirmarkaði, enda sé ekki „ljóst hvort lagaheimildir séu til þess". Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélags hans, heldur hins vegar á miklu magni krafna í bú bankanna vegna veðlánaviðskipta sem hann stundaði, sem veitandi lausafjárfyrirgreiðslu, af miklum móð við föllnu bankana fyrir hrun. Hann er til dæmis á meðal tíu stærstu kröfuhafa Glitnis í gegnum þrotabú Sparisjóðabankans, sem var umsvifamikill í veðlánaviðskiptunum. Í lok árs 2011 voru eignir ESÍ metnar á 340,3 milljarða króna, sem var um 21 prósent af heildarefnahag Seðlabankans á þeim tíma. Því er um mikil verðmæti er að ræða. Seðlabankinn var einnig spurður hvort hann vissi á hvaða verði kröfur á gömlu bankana voru keyptar og um hvaða upphæðir væri að ræða. Í svari hans segir að hann hafi ekki upplýsingar um á hvaða verði og í hvaða magni kröfur hafi verið keyptar. Þó megi gera ráð fyrir að kröfur hafi í sumum tilvikum margsinnis gengið kaupum og sölum. Vitað sé að viðskiptabankar séu á meðal kröfuhafa og að hlutur „svokallaðra vogunarsjóða hefur farið vaxandi".Endurheimtir margfaldast Síðan segir að „til hliðsjónar má þó geta þess að þegar skuldatryggingar á íslensku bankana voru gerðar upp í nóvember 2008 voru endurheimtur ótryggðra kröfuhafa afar lágt metnar (1,25% í Landsbanka Íslands, 3% í Glitni og 6,625% í Kaupþingi). Frá þeim tíma hafa verið samfelld viðskipti með kröfurnar og í dag er verð þeirra u.þ.b. 6,25% hjá Landsbanka, 27% hjá Glitni og 25,5% hjá Kaupþingi". Samkvæmt þessu hefur virði krafna á bankana margfaldast á undanförnum árum.
Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Sjá meira