Útgerðarmenn innheimta 92% veiðigjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. desember 2012 15:00 Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. Eigendur þeirra eru kannski innan við 200. LÍÚ telur að veiðigjaldið sem Alþingi samþykkti sé fyrirtækjunum ofviða. Kvótinn gengur kaupum og sölum, einkum í gegnum söluskrifstofu LÍÚ, og veiðigjaldið þar er um 92% af framlegðinni og 77% hærra en veiðigjald ríkisstjórnarinnar mun að lokum verða. Síðan framsalið var leyft hefur sjávarútvegurinn í heild skilað 20-30% af tekjum upp í afskriftir og fjármagn. Síðan 2008 hefur framlegðin verið um 30%. Hvert kg af þorski sem dregið er upp úr sjó skilar að lokum 350-400 kr. í tekjur. Ýsan gefur heldur meira af sér, eða um 400 kr. Ef gert er ráð fyrir 400 kr. tekjum og 30% framlegð eru 120 kr. eftir af hverju kílói af þorski til þess að standa undir afskriftum, fjármagnskostnaði og arði. Veiðigjaldið núna er 33 kr. sem er aðeins fjórðungurinn af 120 kr. framlegðinni, 87 kr. halda útgerðarmenn eftir. Gjaldið verður eftir 4 ár 52% af framlegðinni eða 62 kr. Þá verða eftir 58 kr. til útvegsmanna eða nærri 15% af tekjunum. Útgerðin hefur sjálf myndað sitt eigið veiðigjald með viðskiptum með aflahlutdeild. Verðið á þorskkvóta var í byrjun október um 2.200 kr./kg. Sé miðað við að afnotarétturinn sé til 20 ára eins og útgerðarmenn krefjast er veiðigjaldið 110 kr./kg á hverju ári. Það er 92% af 120 kr. framlegðinni. LÍÚ heldur því fram fullum fetum að þetta veiðigjald sé orðið til á frjálsum markaði og endurspegli getu sjávarútvegsins til þess að greiða fyrir afnotaréttinn sérstaklega til viðbótar við hefðbundinn kostnað við rekstur. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur þetta rétt mat í skýrslu frá maí 2010. Viðskiptabankarnir eru á sama máli og lána greiðlega fyrir kvótakaupum á þessu verði. Veiðigjaldið hefur ekki áhrif á rekstrarafkomu atvinnugreinarinnar heldur breytir skiptingu auðlindaarðsins. Verð á veiðiheimildum milli útvegsmanna mun lækka sem nemur auknum hlut ríkisins. Við það er ekkert að athuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. Eigendur þeirra eru kannski innan við 200. LÍÚ telur að veiðigjaldið sem Alþingi samþykkti sé fyrirtækjunum ofviða. Kvótinn gengur kaupum og sölum, einkum í gegnum söluskrifstofu LÍÚ, og veiðigjaldið þar er um 92% af framlegðinni og 77% hærra en veiðigjald ríkisstjórnarinnar mun að lokum verða. Síðan framsalið var leyft hefur sjávarútvegurinn í heild skilað 20-30% af tekjum upp í afskriftir og fjármagn. Síðan 2008 hefur framlegðin verið um 30%. Hvert kg af þorski sem dregið er upp úr sjó skilar að lokum 350-400 kr. í tekjur. Ýsan gefur heldur meira af sér, eða um 400 kr. Ef gert er ráð fyrir 400 kr. tekjum og 30% framlegð eru 120 kr. eftir af hverju kílói af þorski til þess að standa undir afskriftum, fjármagnskostnaði og arði. Veiðigjaldið núna er 33 kr. sem er aðeins fjórðungurinn af 120 kr. framlegðinni, 87 kr. halda útgerðarmenn eftir. Gjaldið verður eftir 4 ár 52% af framlegðinni eða 62 kr. Þá verða eftir 58 kr. til útvegsmanna eða nærri 15% af tekjunum. Útgerðin hefur sjálf myndað sitt eigið veiðigjald með viðskiptum með aflahlutdeild. Verðið á þorskkvóta var í byrjun október um 2.200 kr./kg. Sé miðað við að afnotarétturinn sé til 20 ára eins og útgerðarmenn krefjast er veiðigjaldið 110 kr./kg á hverju ári. Það er 92% af 120 kr. framlegðinni. LÍÚ heldur því fram fullum fetum að þetta veiðigjald sé orðið til á frjálsum markaði og endurspegli getu sjávarútvegsins til þess að greiða fyrir afnotaréttinn sérstaklega til viðbótar við hefðbundinn kostnað við rekstur. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur þetta rétt mat í skýrslu frá maí 2010. Viðskiptabankarnir eru á sama máli og lána greiðlega fyrir kvótakaupum á þessu verði. Veiðigjaldið hefur ekki áhrif á rekstrarafkomu atvinnugreinarinnar heldur breytir skiptingu auðlindaarðsins. Verð á veiðiheimildum milli útvegsmanna mun lækka sem nemur auknum hlut ríkisins. Við það er ekkert að athuga.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar