Gleymd barokkperla ómar aftur í Hörpu bergsteinn@frettabladid.is skrifar 18. desember 2012 06:00 Jóhannes Ágústsson Rakst á handrit að konsertverki í háskólabókasafni Dresden og hjó þar eftir orðalagi sem fram að því var eingöngu þekkt úr handritum eftir Vivaldi. Fréttablaðið/Stefán Það er ekki á hverjum degi sem óþekkt tónverk eftir löngu látna meistara eru flutt í fyrsta sinn eftir aldalanga þögn á Íslandi. Það gæti þó orðið reyndin á árlegum jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Hörpu annað kvöld. Á efnisskrá er meðal annars fiðlukonsert þar sem Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari leikur einleik. Höfundur konsertsins er skráður óþekktur en grunur leikur hins vegar á að geti verið eftir sjálfan Vivaldi eða nemanda hans. Tildrög málsins eru þau að Jóhannes Ágústsson, útgefandi og annar af eigendum 12 tóna hefur lengi verið niðursokkinn í barokktónlist og hefur grúskað í handritasöfnum Háskólabókasafnsins í Dresden. Dresden var jafnan álitin höfuðborg barokksins á árunu, 1720 til 1750 og þar sem sameinuðust sameinuðust tónlistarstefnur frá Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi. „Háskólabókasafnið í Dresden geymir ansi merkilegt handritasafn frá þessum tíma," segir Jóhannes. „Nú er búið skanna inn þann hluta safnsins sem er með hljóðfæratónlist. Ég var að fara yfir á netinu, verk sem eru höfundarlaus og rakst þá á þennan konsert." Það vakti athygli Jóhannesar að að í verkinu voru partar í konsertnum bæði fyrir orgel og sembal, sem þýddu að konsertinn hafi verið leikinn í bæði höll og kirkjum, sem bendir aftur til að hann hafi verið vinsæll og mikið spilaður. „Það sem stuðaði mig mes voru hins ákveðnar skipanir í handritinu fyrir hljóðfæraleikarana. Þær voru með orðalagi sem hingað til hefur eingöngu verið þekkt úr verkum Vivaldis. Ég hafði samband við einn helsta Vivaldi-sérfræðing okkar daga og hann sannfærðist fljótlega um að hér væri mögulega á ferð áður óþekktur konsert eftir meistarann." Málið er enn til rannsóknar og meðan fræðimenn reyna að brjóta málið til mergjar er höfundur konsertsins enn skráður óþekktur eða „anonymous". „Kannski kemur aldrei ljós með óyggjandi hætti hver höfundurinn er," segir Jóhannes. „En það eru þarna nánast beinar tilvitnanir í verk Vivaldis og ákveðinn stíll sem benda til að hann sé tónskáldið." Á hinn bóginn kemur til greina annar fiðluleikari sem starfaði í Dresden, Cattaneo. „Það er hugsanlegt að hann hafi verið nemandi Vivaldis og sé höfundur konsertsins. Það kom að minnsta kosti í leitirnar annar konsert sem er sannanlega eftir hann og þar er þetta orðalag notað líka." Jóhannes segir að fyrir fræðimenn á sviði tónlistar sé háskólabókasafnið í Dresden eins og fjárssjóðskista, þar sem enn eru að finnast týndir gimsteinar. „Bókasafnið í Dresden hefur getið af sér margar stórar uppgötvanir, til dæmis á verkum eftir Vivaldi.Það er ógrynni af verkum sem enn á eftir að rekja til höfunda sinna, svo það bíða eflaust ófáir fjársjóðir þess enn að vera uppgötvaðir." Konsertinn verður fluttur í fyrsta sinn síðan líklega á 18. öld í Hörpu annað kvöld og Jóhannes hrósar Kammersveitinni fyrir frumkvæðið og hlakkar mikið til að heyra það. „Það er mikið hugrekki að flytja svona óþekktan konsert. Ég heyrði í kollega mínum í Bretlandi, sem hefur hljóðritað mikið af konsertum eftir Vivaldi. Hann hafði setið við æfingar á þessum og sagði að þarna hefði verið einn erfiðasti sólópartur sem hann hefði fengist við. Þetta verða í öllu falli mjög spennandi tónleikar og í raun merkileg stund í barokksögunni. Lífið Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem óþekkt tónverk eftir löngu látna meistara eru flutt í fyrsta sinn eftir aldalanga þögn á Íslandi. Það gæti þó orðið reyndin á árlegum jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Hörpu annað kvöld. Á efnisskrá er meðal annars fiðlukonsert þar sem Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari leikur einleik. Höfundur konsertsins er skráður óþekktur en grunur leikur hins vegar á að geti verið eftir sjálfan Vivaldi eða nemanda hans. Tildrög málsins eru þau að Jóhannes Ágústsson, útgefandi og annar af eigendum 12 tóna hefur lengi verið niðursokkinn í barokktónlist og hefur grúskað í handritasöfnum Háskólabókasafnsins í Dresden. Dresden var jafnan álitin höfuðborg barokksins á árunu, 1720 til 1750 og þar sem sameinuðust sameinuðust tónlistarstefnur frá Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi. „Háskólabókasafnið í Dresden geymir ansi merkilegt handritasafn frá þessum tíma," segir Jóhannes. „Nú er búið skanna inn þann hluta safnsins sem er með hljóðfæratónlist. Ég var að fara yfir á netinu, verk sem eru höfundarlaus og rakst þá á þennan konsert." Það vakti athygli Jóhannesar að að í verkinu voru partar í konsertnum bæði fyrir orgel og sembal, sem þýddu að konsertinn hafi verið leikinn í bæði höll og kirkjum, sem bendir aftur til að hann hafi verið vinsæll og mikið spilaður. „Það sem stuðaði mig mes voru hins ákveðnar skipanir í handritinu fyrir hljóðfæraleikarana. Þær voru með orðalagi sem hingað til hefur eingöngu verið þekkt úr verkum Vivaldis. Ég hafði samband við einn helsta Vivaldi-sérfræðing okkar daga og hann sannfærðist fljótlega um að hér væri mögulega á ferð áður óþekktur konsert eftir meistarann." Málið er enn til rannsóknar og meðan fræðimenn reyna að brjóta málið til mergjar er höfundur konsertsins enn skráður óþekktur eða „anonymous". „Kannski kemur aldrei ljós með óyggjandi hætti hver höfundurinn er," segir Jóhannes. „En það eru þarna nánast beinar tilvitnanir í verk Vivaldis og ákveðinn stíll sem benda til að hann sé tónskáldið." Á hinn bóginn kemur til greina annar fiðluleikari sem starfaði í Dresden, Cattaneo. „Það er hugsanlegt að hann hafi verið nemandi Vivaldis og sé höfundur konsertsins. Það kom að minnsta kosti í leitirnar annar konsert sem er sannanlega eftir hann og þar er þetta orðalag notað líka." Jóhannes segir að fyrir fræðimenn á sviði tónlistar sé háskólabókasafnið í Dresden eins og fjárssjóðskista, þar sem enn eru að finnast týndir gimsteinar. „Bókasafnið í Dresden hefur getið af sér margar stórar uppgötvanir, til dæmis á verkum eftir Vivaldi.Það er ógrynni af verkum sem enn á eftir að rekja til höfunda sinna, svo það bíða eflaust ófáir fjársjóðir þess enn að vera uppgötvaðir." Konsertinn verður fluttur í fyrsta sinn síðan líklega á 18. öld í Hörpu annað kvöld og Jóhannes hrósar Kammersveitinni fyrir frumkvæðið og hlakkar mikið til að heyra það. „Það er mikið hugrekki að flytja svona óþekktan konsert. Ég heyrði í kollega mínum í Bretlandi, sem hefur hljóðritað mikið af konsertum eftir Vivaldi. Hann hafði setið við æfingar á þessum og sagði að þarna hefði verið einn erfiðasti sólópartur sem hann hefði fengist við. Þetta verða í öllu falli mjög spennandi tónleikar og í raun merkileg stund í barokksögunni.
Lífið Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira