Ekkert áfengi fyrir tónleikana 18. desember 2012 11:00 mika Tónlistarmaðurinn Mika spilar í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. nordicphotos/getty Hollustan er í fyrirrúmi í búningsklefa tónlistarmannsins Mika fyrir tónleika hans í Hörpu í kvöld, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert áfengi er á kröfulista hans fyrr en eftir tónleikana og þá vill hann, ásamt samstarfsfólki sínu, einungis bjór og léttvín. Í staðinn er óskað eftir gosdrykkjum og vatni fyrir tónleikana, auk þess sem ávextir, grænmeti, brauð og alls kyns góðar áleggstegundir verða á boðstólum. Sex manna hljómsveit verður með Mika á sviðinu. Íslenskur kór mun einnig stíga á svið með honum og syngja í einhverjum lögum, enda áttu aðdáendur hans að senda Mika myndbönd með sér að syngja lög hans svo hann gæti valið úr rétta fólkið. Mika, sem lenti á Íslandi á miðnætti, hefur verið með barkabólgu að undanförnu og þurfti hann að aflýsa tónleikum sínum í Glasgow á sunnudaginn vegna veikindanna. Svo virðist sem hann hafi viljað hvíla röddina fyrir tónleikana á Íslandi en þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar hérlendis. Í herbúðum Mika er mikill áhugi fyrir landi og þjóð og hefur fylgdarlið hans mikið spurt út í norðurljósin og hvort langt sé að fara að sjá Gullfoss og Geysi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hitar Páll Óskar upp fyrir Mika og því má búast við sjóðheitum áhorfendasal þegar Mika stígur á svið í kvöld. - fb Lífið Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hollustan er í fyrirrúmi í búningsklefa tónlistarmannsins Mika fyrir tónleika hans í Hörpu í kvöld, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert áfengi er á kröfulista hans fyrr en eftir tónleikana og þá vill hann, ásamt samstarfsfólki sínu, einungis bjór og léttvín. Í staðinn er óskað eftir gosdrykkjum og vatni fyrir tónleikana, auk þess sem ávextir, grænmeti, brauð og alls kyns góðar áleggstegundir verða á boðstólum. Sex manna hljómsveit verður með Mika á sviðinu. Íslenskur kór mun einnig stíga á svið með honum og syngja í einhverjum lögum, enda áttu aðdáendur hans að senda Mika myndbönd með sér að syngja lög hans svo hann gæti valið úr rétta fólkið. Mika, sem lenti á Íslandi á miðnætti, hefur verið með barkabólgu að undanförnu og þurfti hann að aflýsa tónleikum sínum í Glasgow á sunnudaginn vegna veikindanna. Svo virðist sem hann hafi viljað hvíla röddina fyrir tónleikana á Íslandi en þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar hérlendis. Í herbúðum Mika er mikill áhugi fyrir landi og þjóð og hefur fylgdarlið hans mikið spurt út í norðurljósin og hvort langt sé að fara að sjá Gullfoss og Geysi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hitar Páll Óskar upp fyrir Mika og því má búast við sjóðheitum áhorfendasal þegar Mika stígur á svið í kvöld. - fb
Lífið Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira