Sendi þýðinguna heim frá Jay Leno freyr@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 06:00 kominn heim Steingrímur Karl Teague er kominn heim eftir óvænta tónleikaferð með Of Monsters and Men.fréttablaðið/gva „Þetta er eins og að vera með sæti í bestu röð að fylgjast með merkisviðburði," segir hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Hann var fenginn til að spila með Of Monsters and Men á tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin þegar hljómborðsleikarinn Árni Guðjónsson hætti óvænt og ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. „Brynjar [Leifsson] gítarleikari hringdi í mig þegar ég var á leið heim af Moses-æfingu. Þetta var tiltölulega stuttur fyrirvari. Það vill til að Moses er rispuband þannig að þetta passaði einhvern veginn vel," segir Steingrímur Karl, sem spilaði á um tuttugu tónleikum með Of Monsters and Men á um einum mánuði. Þeir síðustu voru í kvöldþætti Jay Leno í Los Angeles og eftir það flaug hann heim til Íslands til að spila í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld með Moses Hightower og Ásgeiri Trausta. Hann spilar svo aftur með Moses á tónleikunum Hátt í höllinni í Laugardalshöll í kvöld. Aðspurður segir hann það hafa verið ljómandi gaman að spila hjá Jay Leno. „Hann var voða sólbrúnn og sætur og hress í galladressinu sínu," segir Steingrímur hlæjandi en bætir við að hann hafi haft lítinn tíma til að spá í hvar hann var staddur. Hann starfar sem þýðandi og til að mynda sendi hann eina þýðingu heim til Íslands baksviðs hjá Leno. „Það voru eiginlega allir tónleikarnir skemmtilegir," segir hann um tónleikaferðina. „Það myndast sérstök orka og stemning hjá hljómsveitinni og það er gaman að upplifa það." Eftir áramót heldur Steingrímur áfram að spila með Of Monsters and Men þegar farið verður í tónleikaferð um Asíu. Hljómsveitin er enn á tónleikaferð vestanhafs og hleypur trompetleikarinn Ragnhildur Gunnarsdóttir í skarðið fyrir hann á hljómborðinu þangað til. Kemur til greina að ganga endanlega til liðs við Of Monsters and Men? „Þau eru með sína veröld. Það er gaman að hjálpa til en þetta er algjörlega þeirra stemning. Það er svo mikil dýnamík þeirra á milli að ég myndi ekki treysta mér til þess. En það er voða gaman að hjálpa til og fá að fylgjast með á kantinum." Lífið Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þetta er eins og að vera með sæti í bestu röð að fylgjast með merkisviðburði," segir hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Hann var fenginn til að spila með Of Monsters and Men á tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin þegar hljómborðsleikarinn Árni Guðjónsson hætti óvænt og ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. „Brynjar [Leifsson] gítarleikari hringdi í mig þegar ég var á leið heim af Moses-æfingu. Þetta var tiltölulega stuttur fyrirvari. Það vill til að Moses er rispuband þannig að þetta passaði einhvern veginn vel," segir Steingrímur Karl, sem spilaði á um tuttugu tónleikum með Of Monsters and Men á um einum mánuði. Þeir síðustu voru í kvöldþætti Jay Leno í Los Angeles og eftir það flaug hann heim til Íslands til að spila í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld með Moses Hightower og Ásgeiri Trausta. Hann spilar svo aftur með Moses á tónleikunum Hátt í höllinni í Laugardalshöll í kvöld. Aðspurður segir hann það hafa verið ljómandi gaman að spila hjá Jay Leno. „Hann var voða sólbrúnn og sætur og hress í galladressinu sínu," segir Steingrímur hlæjandi en bætir við að hann hafi haft lítinn tíma til að spá í hvar hann var staddur. Hann starfar sem þýðandi og til að mynda sendi hann eina þýðingu heim til Íslands baksviðs hjá Leno. „Það voru eiginlega allir tónleikarnir skemmtilegir," segir hann um tónleikaferðina. „Það myndast sérstök orka og stemning hjá hljómsveitinni og það er gaman að upplifa það." Eftir áramót heldur Steingrímur áfram að spila með Of Monsters and Men þegar farið verður í tónleikaferð um Asíu. Hljómsveitin er enn á tónleikaferð vestanhafs og hleypur trompetleikarinn Ragnhildur Gunnarsdóttir í skarðið fyrir hann á hljómborðinu þangað til. Kemur til greina að ganga endanlega til liðs við Of Monsters and Men? „Þau eru með sína veröld. Það er gaman að hjálpa til en þetta er algjörlega þeirra stemning. Það er svo mikil dýnamík þeirra á milli að ég myndi ekki treysta mér til þess. En það er voða gaman að hjálpa til og fá að fylgjast með á kantinum."
Lífið Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira