Flott fjölskylduplata Trausti Júlíusson skrifar 20. desember 2012 06:00 Gálan. Gálan. Gálan. Geimsteinn Gálan er listamannsnafn Júlíusar Guðmundssonar, en þessi nýja plata er hans þriðja undir því nafni. Áður komu Fyrsta persóna eintölu (1998) og 220971-3099 (2001). Júlíus semur öll lögin á plötunni, en að þessu sinni eru flestir textarnir eftir föður hans, Rúnar Júlíusson. Platan er tileinkuð móður Gálunnar, Marí Baldursdóttur, en Rúnar samdi flesta textana til hennar. Það má því segja að þetta sé fjölskylduplata. Júlíus hefur verið meðlimur í mörgum hljómsveitum, þ.á.m. Deep Jimi & the Zep Creams, Bergrisunum, Pandóru og Fálkum frá Keflavík. Auk þess var hann meðlimur í hljómsveit föður síns. Tónlistin á nýju plötunni kemur nokkuð víða við. Flest lögin eru í léttum seventís-rokkstíl og má jafnvel greina áhrif frá hljómsveitum á borð við 10cc. Í öðrum lögum er sótt í hljóm níunda áratugarins (Sjö undur veraldar). Lagið Nóg er svo rokklag í klassískum Deep Jimi-stíl. Andi Rúnars Júl svífur yfir vötnum á plötunni; í söng sonarins, en fyrst og fremst í textunum. Rúnar var svo kærleiksríkur og textarnir hans svo manneskjulegir. Og framsetningin einföld og tilgerðarlaus: „Svo vertu viss um að láta fólk vita/hversu vænt þér þykir um það/Gefðu þér tíma til að láta fólk vita/áður en allt er um seinan og þú horfinn á annan stað" (Allt of oft). Á heildina litið er þetta fínasta plata hjá Júlíusi. Hún brýtur ekki blað í tónlistarsögunni en lagasmíðarnar eru vel heppnaðar (nóg af smellum), hljómur og vinnsla fyrsta flokks og kærkomið að fá að heyra þessa texta Rúnars. Niðurstaða: Andi Rúnars Júl svífur yfir vötnum á fínni plötu. Gagnrýni Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Gálan. Gálan. Geimsteinn Gálan er listamannsnafn Júlíusar Guðmundssonar, en þessi nýja plata er hans þriðja undir því nafni. Áður komu Fyrsta persóna eintölu (1998) og 220971-3099 (2001). Júlíus semur öll lögin á plötunni, en að þessu sinni eru flestir textarnir eftir föður hans, Rúnar Júlíusson. Platan er tileinkuð móður Gálunnar, Marí Baldursdóttur, en Rúnar samdi flesta textana til hennar. Það má því segja að þetta sé fjölskylduplata. Júlíus hefur verið meðlimur í mörgum hljómsveitum, þ.á.m. Deep Jimi & the Zep Creams, Bergrisunum, Pandóru og Fálkum frá Keflavík. Auk þess var hann meðlimur í hljómsveit föður síns. Tónlistin á nýju plötunni kemur nokkuð víða við. Flest lögin eru í léttum seventís-rokkstíl og má jafnvel greina áhrif frá hljómsveitum á borð við 10cc. Í öðrum lögum er sótt í hljóm níunda áratugarins (Sjö undur veraldar). Lagið Nóg er svo rokklag í klassískum Deep Jimi-stíl. Andi Rúnars Júl svífur yfir vötnum á plötunni; í söng sonarins, en fyrst og fremst í textunum. Rúnar var svo kærleiksríkur og textarnir hans svo manneskjulegir. Og framsetningin einföld og tilgerðarlaus: „Svo vertu viss um að láta fólk vita/hversu vænt þér þykir um það/Gefðu þér tíma til að láta fólk vita/áður en allt er um seinan og þú horfinn á annan stað" (Allt of oft). Á heildina litið er þetta fínasta plata hjá Júlíusi. Hún brýtur ekki blað í tónlistarsögunni en lagasmíðarnar eru vel heppnaðar (nóg af smellum), hljómur og vinnsla fyrsta flokks og kærkomið að fá að heyra þessa texta Rúnars. Niðurstaða: Andi Rúnars Júl svífur yfir vötnum á fínni plötu.
Gagnrýni Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira