Phelps valinn sá besti í ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2012 07:30 engum líkur Michael Phelps skrifaði íþróttasöguna á árinu sem nú er að líða. Hans afrek verða seint leikin eftir enda einstök.nordicphotos/getty AP-fréttastofan hefur valið sundkappann Michael Phelps íþróttamann ársins. Þetta er í annað sinn sem Phelps fær þessi eftirsóttu verðlaun. LeBron James varð annar. Phelps reynir fyrir sér í golfi þessa dagana. AP-fréttastofan er byrjuð að verðlauna bestu íþróttamenn og þjálfara ársins. Útnefningar fréttastofunnar eru virtar enda stendur valinkunnt fólk á bak við kosningarnar. Sundkappinn Michael Phelps hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins árið 2012 hjá AP en hann lagði sundskýluna á hilluna eftir ÓL í London í sumar. Hann steig upp úr lauginni sem fræknasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna. „Það er eiginlega bilað að hugsa um allt sem ég hef afrekað og gengið í gegnum. Ég hef haft síðustu mánuði til þess að setjast niður og átta mig á þessu öllu. Ég verð hreinlega fyrir áfalli stundum," sagði Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi sem vann fjögur gull og tvö silfur á ÓL í London. Phelps hlaut nú þessi verðlaun í annað sinn en hann fékk aðeins fleiri atkvæði en körfuboltamaðurinn LeBron James. Spretthlauparinn Usain Bolt varð síðan í þriðja sæti. Þetta er mikill heiður fyrir Phelps því aðeins Carl Lewis, Tiger Woods, Lance Armstrong og Michael Jordan hafa hlotið þessi verðlaun oftar en einu sinni. „Þetta er auðvitað mikið afrek því það er til svo ótrúlegt íþróttafólk úti um allan heim. Að fá svona verðlaun toppar algjörlega ferilinn hjá mér." Phelps er aðeins 27 ára gamall og enginn hefur unnið fleiri gullverðlaun en hann í sögu Ólympíuleikanna eins og áður segir. Phelps á 18 gullverðlaunapeninga og 22 verðlaun frá ÓL í heild sinni. Hvoru tveggja met sem líklega verða seint slegin enda enginn íþróttamaður nálægt þessu meti hans. „Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi afreka á mínum ferli. Ég get alltaf verið stoltur af þessum árangri." Phelps er gríðarlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hann hefur nú ákveðið að helga sig golfíþróttinni. Hann er að vinna með einum þekktasta þjálfara heims, Hank Haney, og er samstarf þeirra tekið upp og verða gerðir þættir um þá félaga á Golf Channel. Phelps var einmitt á leiðinni út á golfvöll með Haney þegar hringt var í hann og honum tilkynnt um verðlaunin frá AP. Afrek hans í sundlauginni gerðu heilmikið fyrir sundíþróttina. Sprengja varð í þátttöku barna, auglýsendur tóku við sér sem aldrei fyrr og áhorf á sundkeppnir jókst upp úr öllu valdi þegar hann var í lauginni. Phelps vann AP-verðlaunin síðast árið 2008 er hann vann átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Þá sló hann met Mark Spitz yfir flest gullverðlaun á einum leikum. Við tóku erfiðir tímar hjá sundkappanum. Eftir áralanga þjálfun ákvað hann að prófa að lifa lífinu. Ímynd hans varð þá fyrir miklum skaða þegar náðist mynd af honum reykja kannabis í teiti. Hann var lengi að koma sér í gang og æfa eins og maður fyrir leikana í London. Löngunin í að verða einn besti íþróttamaður allra tíma varð yfirsterkari og hann fór til London og náði þeim árangri sem hann alltaf ætlaði sér. Erlendar Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
AP-fréttastofan hefur valið sundkappann Michael Phelps íþróttamann ársins. Þetta er í annað sinn sem Phelps fær þessi eftirsóttu verðlaun. LeBron James varð annar. Phelps reynir fyrir sér í golfi þessa dagana. AP-fréttastofan er byrjuð að verðlauna bestu íþróttamenn og þjálfara ársins. Útnefningar fréttastofunnar eru virtar enda stendur valinkunnt fólk á bak við kosningarnar. Sundkappinn Michael Phelps hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins árið 2012 hjá AP en hann lagði sundskýluna á hilluna eftir ÓL í London í sumar. Hann steig upp úr lauginni sem fræknasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna. „Það er eiginlega bilað að hugsa um allt sem ég hef afrekað og gengið í gegnum. Ég hef haft síðustu mánuði til þess að setjast niður og átta mig á þessu öllu. Ég verð hreinlega fyrir áfalli stundum," sagði Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi sem vann fjögur gull og tvö silfur á ÓL í London. Phelps hlaut nú þessi verðlaun í annað sinn en hann fékk aðeins fleiri atkvæði en körfuboltamaðurinn LeBron James. Spretthlauparinn Usain Bolt varð síðan í þriðja sæti. Þetta er mikill heiður fyrir Phelps því aðeins Carl Lewis, Tiger Woods, Lance Armstrong og Michael Jordan hafa hlotið þessi verðlaun oftar en einu sinni. „Þetta er auðvitað mikið afrek því það er til svo ótrúlegt íþróttafólk úti um allan heim. Að fá svona verðlaun toppar algjörlega ferilinn hjá mér." Phelps er aðeins 27 ára gamall og enginn hefur unnið fleiri gullverðlaun en hann í sögu Ólympíuleikanna eins og áður segir. Phelps á 18 gullverðlaunapeninga og 22 verðlaun frá ÓL í heild sinni. Hvoru tveggja met sem líklega verða seint slegin enda enginn íþróttamaður nálægt þessu meti hans. „Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi afreka á mínum ferli. Ég get alltaf verið stoltur af þessum árangri." Phelps er gríðarlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hann hefur nú ákveðið að helga sig golfíþróttinni. Hann er að vinna með einum þekktasta þjálfara heims, Hank Haney, og er samstarf þeirra tekið upp og verða gerðir þættir um þá félaga á Golf Channel. Phelps var einmitt á leiðinni út á golfvöll með Haney þegar hringt var í hann og honum tilkynnt um verðlaunin frá AP. Afrek hans í sundlauginni gerðu heilmikið fyrir sundíþróttina. Sprengja varð í þátttöku barna, auglýsendur tóku við sér sem aldrei fyrr og áhorf á sundkeppnir jókst upp úr öllu valdi þegar hann var í lauginni. Phelps vann AP-verðlaunin síðast árið 2008 er hann vann átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Þá sló hann met Mark Spitz yfir flest gullverðlaun á einum leikum. Við tóku erfiðir tímar hjá sundkappanum. Eftir áralanga þjálfun ákvað hann að prófa að lifa lífinu. Ímynd hans varð þá fyrir miklum skaða þegar náðist mynd af honum reykja kannabis í teiti. Hann var lengi að koma sér í gang og æfa eins og maður fyrir leikana í London. Löngunin í að verða einn besti íþróttamaður allra tíma varð yfirsterkari og hann fór til London og náði þeim árangri sem hann alltaf ætlaði sér.
Erlendar Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira