Tíra í skammdeginu haukur@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 08:00 Alice Olivia Clarke „Ég byrjaði að horfa í kringum mig og sá að enginn var með endurskinsmerki,“ segir Alice Olivia Clarke, sem hefur um nokkuð skeið boðið upp á „ljómandi fylgihluti“ undir vörumerkinu Tíra. „Ég var næstum því búin að keyra á manneskju og fór að hugsa um það í kjölfarið hvað ég gæti gert til þess að gera gangandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni. Fullorðna fólkið lætur helst ekki sjá sig með hefðbundin endurskinsmerki.“ Alice flutti hingað til lands frá Kanada fyrir tuttugu árum og viðurkennir að hafa sjálf verið löt við að ganga með glitmerki. Hún hafi því fengið þá hugmynd að hanna eitthvað áberandi og flott fyrir íslenska skammdegið. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að fikra sig áfram og úr urðu handhekluð blóm úr lopa og endurskinsþráðum. Eftirspurnin varð fljótlega mikil og Alice hafði ekki undan við framleiðsluna. Í dag nýtur hún aðstoðar fjölskyldunnar, auk þess sem hún hefur ráðið til sín tvær konur til viðbótar í heklið. „Ég kalla þetta ljómandi fylgihluti vegna þess að þeir koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þeir hugsaðir sem tískuvara sem sést vel í myrkri,“ segir Alice. Hún hefur aukið vöruúrvalið og reynt að höfða meira til karlmanna en áður, en það er hennar tilfinning að fullorðnir karlmenn séu verst sýnilegir allra í myrkrinu. „Stundum finnst mér eins og þeir séu ragari við þetta. Þeir nenna ekki að hengja á sig þessi hefðbundnu og hef ég því reynt að finna eitthvað þægilegt og smart fyrir þá.“ Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Ég byrjaði að horfa í kringum mig og sá að enginn var með endurskinsmerki,“ segir Alice Olivia Clarke, sem hefur um nokkuð skeið boðið upp á „ljómandi fylgihluti“ undir vörumerkinu Tíra. „Ég var næstum því búin að keyra á manneskju og fór að hugsa um það í kjölfarið hvað ég gæti gert til þess að gera gangandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni. Fullorðna fólkið lætur helst ekki sjá sig með hefðbundin endurskinsmerki.“ Alice flutti hingað til lands frá Kanada fyrir tuttugu árum og viðurkennir að hafa sjálf verið löt við að ganga með glitmerki. Hún hafi því fengið þá hugmynd að hanna eitthvað áberandi og flott fyrir íslenska skammdegið. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að fikra sig áfram og úr urðu handhekluð blóm úr lopa og endurskinsþráðum. Eftirspurnin varð fljótlega mikil og Alice hafði ekki undan við framleiðsluna. Í dag nýtur hún aðstoðar fjölskyldunnar, auk þess sem hún hefur ráðið til sín tvær konur til viðbótar í heklið. „Ég kalla þetta ljómandi fylgihluti vegna þess að þeir koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þeir hugsaðir sem tískuvara sem sést vel í myrkri,“ segir Alice. Hún hefur aukið vöruúrvalið og reynt að höfða meira til karlmanna en áður, en það er hennar tilfinning að fullorðnir karlmenn séu verst sýnilegir allra í myrkrinu. „Stundum finnst mér eins og þeir séu ragari við þetta. Þeir nenna ekki að hengja á sig þessi hefðbundnu og hef ég því reynt að finna eitthvað þægilegt og smart fyrir þá.“
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira