Handbolti

Berlusconi hafði samband við Guardiola

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, hefur viðurkennt að hann hafi haft samband við Pep Guardiola, fyrrum þjálfara Barcelona.

Guardiola hefur verið í fríi frá knattspyrnuþjálfun eftir að hann hætti með Barcelona á síðasta ári. Hann sagði þó í gær að hann hefði hug á að snúa sér aftur að þjálfun á næsta tímabili.

„Við höfðum samband við hann en hann sagðist vilja vera áfram í fríi," sagði Berlusconi við fjölmiðla á Ítalíu.

„Hann sagði að það yrði skemmtilegt að koma til Mílan og hann lýsti aðdáun sinni á mér og Como-vatni, þar sem ég get boðið honum veglega villu."

„En ég verð að segja að líkurnar á að hann komi eru afar litlar," sagði hinn skrautlegi Berlusconi.

Hann útilokar þó að fá Mario Balotelli til liðs við félagið en hann er nú á mála hjá Manchester City.

„Ég hef aldrei íhugað að fá hann. Hann er rotið epli og skemmir fyrir hvert sem hann kemur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×