Fótbolti

Birkir og félagar í Pescara með frábæran sigur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik með Pescara.
Birkir Bjarnason í leik með Pescara. Mynd. / Getty Images
Sjö leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag og komu úrslit dagsins nokkuð mikið á óvart.

Birkir Bjarnason og félagar í Pescara unni frábæran sigur á Fiorentina, 2-0, en leikurinn fór fram á Artemio Franchi-vellinum, heimavelli Fiorentina.

Jonathas og Mervan Celik skoruðu mörk Pescara í leiknum en Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir gestina. Pescara er í 15. sæti með 20 stig.

Udinese gekk gjörsamlega frá Inter Milan, 3-0, á heimavelli en Antonio Di Natale skoraði tvö mörk fyrir heimamenn í leiknum og Luis Muriel eitt.

Þá vann Sampdoria magnaðan sigur á toppliði Juventus, 2-1, en leikurinn fór fram á heimavelli Juve. Juventus komst yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þegar Sebastian Giovinco skoraði úr vítaspyrnu. Mauro Icardi skoraði því næst tvö mörk fyrir Sampdoria og fóru gestirnir með sigur af hólmi.

Juventus er enn í efsta sæti deildarinnar með 44 stig, fimm stigum á undan Lazio. Fiorentina er síðan í þriðja sætinu með 35 stig.

Úrslit dagsins:

Udinese - Inter Milan - 3 - 0

AC Milan - Siena - 2 - 1

Chievo - Atalanta - 2 - 1

Fiorentina - Pescara - 0 - 2

Genoa - Bologna - 2 - 0

Juventus - Sampdoria - 1 - 2

Parma - Palermo - 2 - 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×