Liðsmenn Milan gengu af velli vegna kynþáttafordóma | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2013 22:15 Kevin-Prince Boateng Nordicphotos/Getty Æfingaleikur AC Milan og Pro Patria, sem leikur í fjórðu efstu deild á Ítalíu, varði í aðeins 26 mínútur. Þá fékk Kevin-Prince Boateng, leikmaður Milan, nóg af kynþáttaníð stuðningsmanna heimaliðsins. Boateng, sem leikur með landsliði Gana, tók boltann upp á 26. mínútu og skaut honum í átt að stuðningsmönnum Pro Patria í stúkunni. Han reif sig í kjölfarið úr treyju sinni og gekk útaf vellinum á hinum enda hans.Myndband af atvikinu má sjá hér. Liðsfélagar Milan fylgdu í kjölfarið og skipti engum toga þótt leikmenn heimaliðsins reyndu að malda í móinn og telja stjörnur gestaliðsins af ákvörðun sinni. Auk Boateng er talið að Urby Emanuelson, Sulley Muntari og M'Baye Niang hafi orðið fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Pro Patria. Boateng tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni í dag. „Það er leitt að svona hlutir eigi sér enn stað," og bætti við: „Stöðvum rasisma fyrir fullt og allt." Massimiliano Allegri, þjálfari Mílanóliðsins, sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að ákvörðun leikmanna sinna hefði átt rétt á sér. „Ég er vonsvikinn og dapur en ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að snúa ekki aftur út á völlinn af virðingu við leikmenn okkar og aðra þeldökka leikmenn," sagði Allegri. Massimo Ambrosini, fyrirliði AC Milan, bað aðra áhorfendur en þá sem illa létu afsökunar. „Við lofum að snúa aftur (og spila leikinn) og biðjum félagið og leikmenn Pro Patria afsökunar. Við gátum hins vegar ekkert annað gert," sagði Ambrosini. Bað hann einnig fjölskyldur og börn sem ætluðu að gera sér glaðan dag afsökunar. Ítalski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Æfingaleikur AC Milan og Pro Patria, sem leikur í fjórðu efstu deild á Ítalíu, varði í aðeins 26 mínútur. Þá fékk Kevin-Prince Boateng, leikmaður Milan, nóg af kynþáttaníð stuðningsmanna heimaliðsins. Boateng, sem leikur með landsliði Gana, tók boltann upp á 26. mínútu og skaut honum í átt að stuðningsmönnum Pro Patria í stúkunni. Han reif sig í kjölfarið úr treyju sinni og gekk útaf vellinum á hinum enda hans.Myndband af atvikinu má sjá hér. Liðsfélagar Milan fylgdu í kjölfarið og skipti engum toga þótt leikmenn heimaliðsins reyndu að malda í móinn og telja stjörnur gestaliðsins af ákvörðun sinni. Auk Boateng er talið að Urby Emanuelson, Sulley Muntari og M'Baye Niang hafi orðið fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Pro Patria. Boateng tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni í dag. „Það er leitt að svona hlutir eigi sér enn stað," og bætti við: „Stöðvum rasisma fyrir fullt og allt." Massimiliano Allegri, þjálfari Mílanóliðsins, sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að ákvörðun leikmanna sinna hefði átt rétt á sér. „Ég er vonsvikinn og dapur en ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að snúa ekki aftur út á völlinn af virðingu við leikmenn okkar og aðra þeldökka leikmenn," sagði Allegri. Massimo Ambrosini, fyrirliði AC Milan, bað aðra áhorfendur en þá sem illa létu afsökunar. „Við lofum að snúa aftur (og spila leikinn) og biðjum félagið og leikmenn Pro Patria afsökunar. Við gátum hins vegar ekkert annað gert," sagði Ambrosini. Bað hann einnig fjölskyldur og börn sem ætluðu að gera sér glaðan dag afsökunar.
Ítalski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira