Aðeins fjórar evrópuþjóðir hafa verri skuldastöðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. janúar 2013 19:08 Seðlabanki Íslands Á tæpum þremur árum hafa skuldir ríkissjóðs hækkað um fjögur hundruð milljarða króna og eru núna 1.900 milljarðar. Aðeins fjórar Evrópuþjóðir hafa verri skuldastöðu ríkisins en Ísland. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað á undanförnum mánuðum barið sér á brjóst fyrir góðan árangur í ríkisfjármálum svo ætla mætti að skuldastaða ríkissjóðs væri mjög góð. En hver er staðan? Eins og sést á töflu í myndskeiðinu hér að ofan jukust skuldir ríkisins mikið í hruninu en fóru svo niður í rúmlega 1500 milljarða króna í mars 2010.Síðan þá, á tæpum þremur árum, hafa skuldir ríkissjóðs hins vegar hækkað um rúmlega fjögur hundruð milljarða króna og námu rúmlega 1900 milljörðum króna í október síðastliðnum. Það er tæplega 120 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Í tölfræði frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins, fyrir skuldir þjóðríkja á árinu 2011, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sést að aðeins fjögur ríki Evrópu hafa hærri skuldir ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Grikkland, Írland, Ítalía og Portúgal. Inni í skuldatölunni hér framar eru einnig lífeyrisskuldir ríkissjóðs. Séu þær teknar út eru skuldirnar um 1500 milljarðar króna sem er 88 prósent af landsframleiðslunni. Þá er rétt að hafa í huga þegar rætt er um árangur í ríkisfjármálum að afkoma ríkissjóðs hefur batnað nokkuð að undanförnu. Svokallaður frumjöfnuður er skilgreindur sem jöfnuður tekna og gjalda að vaxtatekjum og vaxtagjöldum undanskildum. Halli á frumjöfnuði fór úr 6,5 prósent af landsframleiðslu árið 2009 í það að vera jákvæður um rúmlega 2 prósent á síðasta ári samkvæmt áætlun. Auk þess hafa komið til einskiptis greiðslur vegna afskrifta sem hafa, ásamt bókfærðum hallarekstri, aukið skuldir ríkissjóðs. Þá er rétt að hafa í huga að nokkrar eignir eru á móti þessum skuldum, meðal annars í gjaldeyrisforða. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Á tæpum þremur árum hafa skuldir ríkissjóðs hækkað um fjögur hundruð milljarða króna og eru núna 1.900 milljarðar. Aðeins fjórar Evrópuþjóðir hafa verri skuldastöðu ríkisins en Ísland. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað á undanförnum mánuðum barið sér á brjóst fyrir góðan árangur í ríkisfjármálum svo ætla mætti að skuldastaða ríkissjóðs væri mjög góð. En hver er staðan? Eins og sést á töflu í myndskeiðinu hér að ofan jukust skuldir ríkisins mikið í hruninu en fóru svo niður í rúmlega 1500 milljarða króna í mars 2010.Síðan þá, á tæpum þremur árum, hafa skuldir ríkissjóðs hins vegar hækkað um rúmlega fjögur hundruð milljarða króna og námu rúmlega 1900 milljörðum króna í október síðastliðnum. Það er tæplega 120 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Í tölfræði frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins, fyrir skuldir þjóðríkja á árinu 2011, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sést að aðeins fjögur ríki Evrópu hafa hærri skuldir ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Grikkland, Írland, Ítalía og Portúgal. Inni í skuldatölunni hér framar eru einnig lífeyrisskuldir ríkissjóðs. Séu þær teknar út eru skuldirnar um 1500 milljarðar króna sem er 88 prósent af landsframleiðslunni. Þá er rétt að hafa í huga þegar rætt er um árangur í ríkisfjármálum að afkoma ríkissjóðs hefur batnað nokkuð að undanförnu. Svokallaður frumjöfnuður er skilgreindur sem jöfnuður tekna og gjalda að vaxtatekjum og vaxtagjöldum undanskildum. Halli á frumjöfnuði fór úr 6,5 prósent af landsframleiðslu árið 2009 í það að vera jákvæður um rúmlega 2 prósent á síðasta ári samkvæmt áætlun. Auk þess hafa komið til einskiptis greiðslur vegna afskrifta sem hafa, ásamt bókfærðum hallarekstri, aukið skuldir ríkissjóðs. Þá er rétt að hafa í huga að nokkrar eignir eru á móti þessum skuldum, meðal annars í gjaldeyrisforða.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira