Michael Kors býður upp á fallega og skemmtilega vortísku.
Það var litrík og skemmtileg stemmning á tískupöllunum í París þegar Michael Kors sýndi vorlínuna fyrir 2013 á tískuvikunni í haust. Þverar rendur, sterkir litir og munstur voru áberandi og lituð sólgleraugu í stíl. Einnig var glamúrinn áberandi en hann hefur verið það undanfarið og verður það áfram mörgum til mikillar ánægju. Rauði liturinn verður sjóðandi heitur næsta vor.