Andrea Maack sendir frá sér nýtt ilmvatn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. janúar 2013 10:45 Sjötta ilmvatn íslensku listakonunnar Andreu Maack er væntanlegt til landsins í byrjun febrúar. Ilmurinn, sem ber nafnið COAL er innblásin af kolaverki, en öll ilmvötn Andreu eru unnin út frá teikningum eftir hana sjálfa. Eins og fyrri ilmvötnin verður COAL ætlað fyrir bæði kynin en þó segir Andrea að að ilmurinn verði ólíkur að vissu leiti.Andrea Maack.,,COAL er mjög mineral ilmvatn og er ætlað að fanga áhrif kolsins, svarta púðrið sem myndast þegar þau eru notuð og brotin sem verða til. Ég myndi segja að ilmurinn væri meira karlmannlegur og kaldur en þeir fyrri. Það er búið að vera mjög langt ferli að ná þessu alveg nákvæmlega eins og við vildum hafa það", segir Andrea, en hún vinnur náið með framleiðendum ilmvatnanna í Frakklandi og á Ítalíu.COAL verður einnig í öðruvísi pakkningum, en Andrea segir nýju umbúðirnar vera mun veglegri en áður. ,,Þær verða mismunandi skúlptúrar sem sem hannaðir eru út frá ólíkum teikningum. Þetta eru harðir kassar sem verður hægt að nota aftur og eru þar af leiðandi mun umhverfisvænni", en öll ilmvötnin verða komin í þennan nýja búning innan skamms.Ilmvötn Andreu hafa farið sigurför um heiminn og eru fáanleg í 20 löndum. Þau hafa átt sérstaklega mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum, en þar eru þau seld í tuttugu búðum víðsvegar um landið. Ilmirnir hafa einnig fengið umfjöllun í mörgum af stæstu tískublöðum heims, svo sem Vogue, Marie Claire og Costume.COAL verður fáanlegt, ásamt fyrri ilmvötnum Andreu, í Kronkron á Vatnsstíg og SPARK Design Space á Klapparstíg.COAL kolaverkið. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Sjötta ilmvatn íslensku listakonunnar Andreu Maack er væntanlegt til landsins í byrjun febrúar. Ilmurinn, sem ber nafnið COAL er innblásin af kolaverki, en öll ilmvötn Andreu eru unnin út frá teikningum eftir hana sjálfa. Eins og fyrri ilmvötnin verður COAL ætlað fyrir bæði kynin en þó segir Andrea að að ilmurinn verði ólíkur að vissu leiti.Andrea Maack.,,COAL er mjög mineral ilmvatn og er ætlað að fanga áhrif kolsins, svarta púðrið sem myndast þegar þau eru notuð og brotin sem verða til. Ég myndi segja að ilmurinn væri meira karlmannlegur og kaldur en þeir fyrri. Það er búið að vera mjög langt ferli að ná þessu alveg nákvæmlega eins og við vildum hafa það", segir Andrea, en hún vinnur náið með framleiðendum ilmvatnanna í Frakklandi og á Ítalíu.COAL verður einnig í öðruvísi pakkningum, en Andrea segir nýju umbúðirnar vera mun veglegri en áður. ,,Þær verða mismunandi skúlptúrar sem sem hannaðir eru út frá ólíkum teikningum. Þetta eru harðir kassar sem verður hægt að nota aftur og eru þar af leiðandi mun umhverfisvænni", en öll ilmvötnin verða komin í þennan nýja búning innan skamms.Ilmvötn Andreu hafa farið sigurför um heiminn og eru fáanleg í 20 löndum. Þau hafa átt sérstaklega mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum, en þar eru þau seld í tuttugu búðum víðsvegar um landið. Ilmirnir hafa einnig fengið umfjöllun í mörgum af stæstu tískublöðum heims, svo sem Vogue, Marie Claire og Costume.COAL verður fáanlegt, ásamt fyrri ilmvötnum Andreu, í Kronkron á Vatnsstíg og SPARK Design Space á Klapparstíg.COAL kolaverkið.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira