Armstrong: Ferillinn minn var ein stór lygi 18. janúar 2013 09:27 Armstrong einbeittur í viðtalinu hjá Oprah. vísir/getty Það var mikið áhorf á þátt Oprah Winfrey í nótt er hjólreiðakappinn Lance Armstrong var í viðtali hjá henni og játaði ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti. Armstrong sagði að ferill sinn væri ein stór lygi. Hann hefði verið á ólöglegum lyfjum í öll skiptin er hann vann Tour de France. Armstrong viðurkenndi að hafa byrjað að nota ólögleg efni í kringum 1995. Hann vildi ekki viðurkenna að skipulögð lyfjanotkun liðsins sem hann keppti með væri sú fullkomnasta frá upphafi en sagði þó að hún væri mjög slæm. Þó ekki eins slæm og hjá Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum á sínum tíma. Þessi fallna hetja viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra félaga sína í einelti en hefði þó aldrei hótað að reka neinn úr liðinu ef hann vildi ekki nota ólögleg efni. Armstrong virkaði stressaður framan af viðtalinu en róaðist síðan og svaraði öllum spurningum af yfirvegun. Hann sagðist hafa litið á notkun þessara lyfja á eins sjálfsagðan hátt og að hafa loft í dekkjunum og vatn í brúsanum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðra sem notuðu ólögleg lyf. Þó svo Armstrong hafi axlað fulla ábyrgð á lyfjanotkun sinni þá hélt hann því fram að hún hefði verið nauðsynleg svo hann gæti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra. Það væru allir á lyfjum. Hann átti endurkomu árið 2009 og 2010 og segist hafa keppt án allra lyfja á þeim tíma.Nokkrar lykilsetningar frá Armstrong í viðtalinu: - "Af hverju núna? Það er eðlileg spurning. Ég á ekki frábært svar. Ég er að stíga allt of seint fram." - "Ég lít á ferilinn minn sem eina stóra lygi. Ég veit hver sannleikurinn er og hann er ekki í takti við það sem ég hélt áður fram." - "Þessi saga var fullkomin svo lengi. Maður kemst yfir veikleikann og vinnur Tour de France sjö sinnum. Mín saga var goðsagnakennd og fullkomin. Hún var ekki sönn." - "Það er ekki satt að ég hafi notað lyf árið 2009. Ég notaði síðast ólögleg efni árið 2005." - "Ég á þetta skilið. Ég lít ekki í kringum mig og segi Oprah, það er verið að fara virkilega illa með mig hérna. Mér fannst það vera þannig áður. Það er aftur á móti liðin tíð." - "Skilgreiningin á svindli er að gera eitthvað til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég leit ekki þannig á mína lyfjanotkun. Hún var til þess að geta keppt á jafnréttisgrundvelli." - "Ég fann ekki upp þennan lyfjakúltúr í hjólreiðum en ég gerði ekkert til þess að stöðva hann heldur. Þar liggja mín mistök." - "Ég sé eftir því að hafa komið aftur í íþróttina. Ég sæti ekki hér ef ég hefði sleppt því." Erlendar Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Sjá meira
Það var mikið áhorf á þátt Oprah Winfrey í nótt er hjólreiðakappinn Lance Armstrong var í viðtali hjá henni og játaði ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti. Armstrong sagði að ferill sinn væri ein stór lygi. Hann hefði verið á ólöglegum lyfjum í öll skiptin er hann vann Tour de France. Armstrong viðurkenndi að hafa byrjað að nota ólögleg efni í kringum 1995. Hann vildi ekki viðurkenna að skipulögð lyfjanotkun liðsins sem hann keppti með væri sú fullkomnasta frá upphafi en sagði þó að hún væri mjög slæm. Þó ekki eins slæm og hjá Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum á sínum tíma. Þessi fallna hetja viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra félaga sína í einelti en hefði þó aldrei hótað að reka neinn úr liðinu ef hann vildi ekki nota ólögleg efni. Armstrong virkaði stressaður framan af viðtalinu en róaðist síðan og svaraði öllum spurningum af yfirvegun. Hann sagðist hafa litið á notkun þessara lyfja á eins sjálfsagðan hátt og að hafa loft í dekkjunum og vatn í brúsanum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðra sem notuðu ólögleg lyf. Þó svo Armstrong hafi axlað fulla ábyrgð á lyfjanotkun sinni þá hélt hann því fram að hún hefði verið nauðsynleg svo hann gæti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra. Það væru allir á lyfjum. Hann átti endurkomu árið 2009 og 2010 og segist hafa keppt án allra lyfja á þeim tíma.Nokkrar lykilsetningar frá Armstrong í viðtalinu: - "Af hverju núna? Það er eðlileg spurning. Ég á ekki frábært svar. Ég er að stíga allt of seint fram." - "Ég lít á ferilinn minn sem eina stóra lygi. Ég veit hver sannleikurinn er og hann er ekki í takti við það sem ég hélt áður fram." - "Þessi saga var fullkomin svo lengi. Maður kemst yfir veikleikann og vinnur Tour de France sjö sinnum. Mín saga var goðsagnakennd og fullkomin. Hún var ekki sönn." - "Það er ekki satt að ég hafi notað lyf árið 2009. Ég notaði síðast ólögleg efni árið 2005." - "Ég á þetta skilið. Ég lít ekki í kringum mig og segi Oprah, það er verið að fara virkilega illa með mig hérna. Mér fannst það vera þannig áður. Það er aftur á móti liðin tíð." - "Skilgreiningin á svindli er að gera eitthvað til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég leit ekki þannig á mína lyfjanotkun. Hún var til þess að geta keppt á jafnréttisgrundvelli." - "Ég fann ekki upp þennan lyfjakúltúr í hjólreiðum en ég gerði ekkert til þess að stöðva hann heldur. Þar liggja mín mistök." - "Ég sé eftir því að hafa komið aftur í íþróttina. Ég sæti ekki hér ef ég hefði sleppt því."
Erlendar Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Sjá meira