Armstrong: Ferillinn minn var ein stór lygi 18. janúar 2013 09:27 Armstrong einbeittur í viðtalinu hjá Oprah. vísir/getty Það var mikið áhorf á þátt Oprah Winfrey í nótt er hjólreiðakappinn Lance Armstrong var í viðtali hjá henni og játaði ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti. Armstrong sagði að ferill sinn væri ein stór lygi. Hann hefði verið á ólöglegum lyfjum í öll skiptin er hann vann Tour de France. Armstrong viðurkenndi að hafa byrjað að nota ólögleg efni í kringum 1995. Hann vildi ekki viðurkenna að skipulögð lyfjanotkun liðsins sem hann keppti með væri sú fullkomnasta frá upphafi en sagði þó að hún væri mjög slæm. Þó ekki eins slæm og hjá Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum á sínum tíma. Þessi fallna hetja viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra félaga sína í einelti en hefði þó aldrei hótað að reka neinn úr liðinu ef hann vildi ekki nota ólögleg efni. Armstrong virkaði stressaður framan af viðtalinu en róaðist síðan og svaraði öllum spurningum af yfirvegun. Hann sagðist hafa litið á notkun þessara lyfja á eins sjálfsagðan hátt og að hafa loft í dekkjunum og vatn í brúsanum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðra sem notuðu ólögleg lyf. Þó svo Armstrong hafi axlað fulla ábyrgð á lyfjanotkun sinni þá hélt hann því fram að hún hefði verið nauðsynleg svo hann gæti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra. Það væru allir á lyfjum. Hann átti endurkomu árið 2009 og 2010 og segist hafa keppt án allra lyfja á þeim tíma.Nokkrar lykilsetningar frá Armstrong í viðtalinu: - "Af hverju núna? Það er eðlileg spurning. Ég á ekki frábært svar. Ég er að stíga allt of seint fram." - "Ég lít á ferilinn minn sem eina stóra lygi. Ég veit hver sannleikurinn er og hann er ekki í takti við það sem ég hélt áður fram." - "Þessi saga var fullkomin svo lengi. Maður kemst yfir veikleikann og vinnur Tour de France sjö sinnum. Mín saga var goðsagnakennd og fullkomin. Hún var ekki sönn." - "Það er ekki satt að ég hafi notað lyf árið 2009. Ég notaði síðast ólögleg efni árið 2005." - "Ég á þetta skilið. Ég lít ekki í kringum mig og segi Oprah, það er verið að fara virkilega illa með mig hérna. Mér fannst það vera þannig áður. Það er aftur á móti liðin tíð." - "Skilgreiningin á svindli er að gera eitthvað til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég leit ekki þannig á mína lyfjanotkun. Hún var til þess að geta keppt á jafnréttisgrundvelli." - "Ég fann ekki upp þennan lyfjakúltúr í hjólreiðum en ég gerði ekkert til þess að stöðva hann heldur. Þar liggja mín mistök." - "Ég sé eftir því að hafa komið aftur í íþróttina. Ég sæti ekki hér ef ég hefði sleppt því." Erlendar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Það var mikið áhorf á þátt Oprah Winfrey í nótt er hjólreiðakappinn Lance Armstrong var í viðtali hjá henni og játaði ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti. Armstrong sagði að ferill sinn væri ein stór lygi. Hann hefði verið á ólöglegum lyfjum í öll skiptin er hann vann Tour de France. Armstrong viðurkenndi að hafa byrjað að nota ólögleg efni í kringum 1995. Hann vildi ekki viðurkenna að skipulögð lyfjanotkun liðsins sem hann keppti með væri sú fullkomnasta frá upphafi en sagði þó að hún væri mjög slæm. Þó ekki eins slæm og hjá Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum á sínum tíma. Þessi fallna hetja viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra félaga sína í einelti en hefði þó aldrei hótað að reka neinn úr liðinu ef hann vildi ekki nota ólögleg efni. Armstrong virkaði stressaður framan af viðtalinu en róaðist síðan og svaraði öllum spurningum af yfirvegun. Hann sagðist hafa litið á notkun þessara lyfja á eins sjálfsagðan hátt og að hafa loft í dekkjunum og vatn í brúsanum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðra sem notuðu ólögleg lyf. Þó svo Armstrong hafi axlað fulla ábyrgð á lyfjanotkun sinni þá hélt hann því fram að hún hefði verið nauðsynleg svo hann gæti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra. Það væru allir á lyfjum. Hann átti endurkomu árið 2009 og 2010 og segist hafa keppt án allra lyfja á þeim tíma.Nokkrar lykilsetningar frá Armstrong í viðtalinu: - "Af hverju núna? Það er eðlileg spurning. Ég á ekki frábært svar. Ég er að stíga allt of seint fram." - "Ég lít á ferilinn minn sem eina stóra lygi. Ég veit hver sannleikurinn er og hann er ekki í takti við það sem ég hélt áður fram." - "Þessi saga var fullkomin svo lengi. Maður kemst yfir veikleikann og vinnur Tour de France sjö sinnum. Mín saga var goðsagnakennd og fullkomin. Hún var ekki sönn." - "Það er ekki satt að ég hafi notað lyf árið 2009. Ég notaði síðast ólögleg efni árið 2005." - "Ég á þetta skilið. Ég lít ekki í kringum mig og segi Oprah, það er verið að fara virkilega illa með mig hérna. Mér fannst það vera þannig áður. Það er aftur á móti liðin tíð." - "Skilgreiningin á svindli er að gera eitthvað til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég leit ekki þannig á mína lyfjanotkun. Hún var til þess að geta keppt á jafnréttisgrundvelli." - "Ég fann ekki upp þennan lyfjakúltúr í hjólreiðum en ég gerði ekkert til þess að stöðva hann heldur. Þar liggja mín mistök." - "Ég sé eftir því að hafa komið aftur í íþróttina. Ég sæti ekki hér ef ég hefði sleppt því."
Erlendar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira