Spánverjinn Pep Guardiola er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við þýska félagið Bayern München eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Stjórnarformaður félagsins segir að Guardiola hafi ekki valið Bayern út af peningunum.
"Ef hann væri bara á eftir peningum þá hefði Bayern aldrei átt möguleika á því að ráða hann," sagði Karl-Heinz Rummenigge.
"Ég tel að hann hafi heillast af okkar hugmyndum. Auðvitað fær hann líka nokkrar evrur en ef peningar réðu öllu þá væri hann ekki á leið hingað þann 1. júlí. Hann var ánægður að sjá okkar fjárhagslega sjálfstæði."
Guardiola tekur við liðinu af Jupp Heynckes sem ætlar sér að setjast í helgan stein.
Guardiola var ekki á eftir peningunum

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
