Ætla að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum Magnús Halldórsson skrifar 15. janúar 2013 09:13 Höskuldur Ólafsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja og bankastjóri Arion banka, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sjást hér undirrita samning um átak og aðgerðir til þess að efla fjármálalæsi hjá ungmennum. Mynd/SFF Unnið er með markvissum hætti að eflingu fjármálalæsis í grunn– og framhaldsskólum, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Samtökum fjármálafyrirtækja, en í gær undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Höskuldur Ólafsson ,formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, samning um átak og aðgerðir til að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum. Samningurinn felur í sér að samtökin fjármagna verkefnið, þar á meðal laun verkefnisstjóra og námsefnisgerð, að því er segir í tilkynningu. Samstarfið hefur staðið yfir frá miðju ári 2011 þegar mennta- og menningarmálaráðherra skipaði stýrihóp til þess að efla fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Markmiðið er að efla fræðslu í skólakerfinu markvisst með hliðsjón af gildandi lögum og aðalnámskrám. Efnt verður til tilraunakennslu í samráði við fjóra grunnskóla og tvo framhaldsskóla. Sex skólar hafa verið valdir til tilraunakennslu á þessu sviði. Á grunnskólastigi eru það Melaskóli, Hagaskóli, Hafralækjarskóli og Litlu Laugaskóli og á framhaldsskólastigi Menntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskólinn við Ármúla. „Bundnar eru miklar vonir um að tilraunakennslan leiði í ljós hvar og hvernig þessari fræðslu verði best fyrir komið í náminu þannig að tryggt sé að allir nemendur fái notið hennar í framtíðinni. Gerð verður könnun í upphafi og lok tilraunakennslunnar á fjármálalæsi nemenda og niðurstöðurnar nýttar til þess að skipuleggja kennslu á þessu sviði til framtíðar," segir í tilkynningu. Í nýjum aðalnámskrám er læsi skilgreint í víðum skilningi og innan þess hugtaks er fjármálalæsi. Markmiðið með kennslunni er að fræða ungmenni um fjármál og efnahagsmál til þess að þau verði hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þá er einnig stefnt að því að kennsla í fjármálum skipi hærri sess í skólum en nú er. Þá er auk þess eitt af markmiðum tilraunakennslunnar að þróa nýtt námsefni sem hægt verði að nota í framtíðinni, segir í tilkynningunni. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Unnið er með markvissum hætti að eflingu fjármálalæsis í grunn– og framhaldsskólum, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Samtökum fjármálafyrirtækja, en í gær undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Höskuldur Ólafsson ,formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, samning um átak og aðgerðir til að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum. Samningurinn felur í sér að samtökin fjármagna verkefnið, þar á meðal laun verkefnisstjóra og námsefnisgerð, að því er segir í tilkynningu. Samstarfið hefur staðið yfir frá miðju ári 2011 þegar mennta- og menningarmálaráðherra skipaði stýrihóp til þess að efla fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Markmiðið er að efla fræðslu í skólakerfinu markvisst með hliðsjón af gildandi lögum og aðalnámskrám. Efnt verður til tilraunakennslu í samráði við fjóra grunnskóla og tvo framhaldsskóla. Sex skólar hafa verið valdir til tilraunakennslu á þessu sviði. Á grunnskólastigi eru það Melaskóli, Hagaskóli, Hafralækjarskóli og Litlu Laugaskóli og á framhaldsskólastigi Menntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskólinn við Ármúla. „Bundnar eru miklar vonir um að tilraunakennslan leiði í ljós hvar og hvernig þessari fræðslu verði best fyrir komið í náminu þannig að tryggt sé að allir nemendur fái notið hennar í framtíðinni. Gerð verður könnun í upphafi og lok tilraunakennslunnar á fjármálalæsi nemenda og niðurstöðurnar nýttar til þess að skipuleggja kennslu á þessu sviði til framtíðar," segir í tilkynningu. Í nýjum aðalnámskrám er læsi skilgreint í víðum skilningi og innan þess hugtaks er fjármálalæsi. Markmiðið með kennslunni er að fræða ungmenni um fjármál og efnahagsmál til þess að þau verði hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þá er einnig stefnt að því að kennsla í fjármálum skipi hærri sess í skólum en nú er. Þá er auk þess eitt af markmiðum tilraunakennslunnar að þróa nýtt námsefni sem hægt verði að nota í framtíðinni, segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira