Alls óvíst hvenær nauðasamningar verða samþykktir Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. janúar 2013 21:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekkert vita hvenær hægt verði að samþykkja nauðasamninga slitastjórna Glitnis og Arion banka við kröfuhafa. Málið er flókið enda gæti það þýtt gríðarlegan flutning á gjaldeyri úr landi og haft mikil áhrif á gengi krónunnar og þar af leiðandi íslenskt efnahagslíf. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í vikunni að ólíklegt væri að þeir yrðu samþykktir fyrir kosningar. „Það bara veit ég ekkert um. Það getur gerst hratt og það getur gerst hægt. Það fer eftir því hvernig gengur í samtölum milli aðila," sagði Már þegar Vísir náði tali af honum í gær og spurði hvenær hann sæi fyrir sér að nauðasamningar yrðu samþykktir. „Það eru tiltölulega nýkomnar beiðnir frá þessum tveimur slitastjórnum vegna nauðasamninga," segir Már. Hann leggur áherslu á að það sé tvennt sem skipti máli fyrir tímasetningu á samþykkt nauðasamningana. Ekki hafi enn fengist öll gögn sem tengist málinu, en starfshópar séu í gangi til að fara yfir gögn sem séu þegar komin. „Við erum ekki komin á þann punkt að við séum með mál sem við þurfum að taka afstöðu til. Og þetta eru stór og flókin mál þannig að það er eðlilegt að þetta taki einhvern tíma," segir Már. „Síðan númer tvö, þá stendur það sem ég hef áður sagt, að það verða engir nauðasamningar samþykktir nema tryggt sé að þeir samrýmist fjármálalegum stöðugleika og stöðugleika á íslenskum gjaldeyrismarkaði. Þar er fyrst og fremst um að ræða mál sem tengjast krónugreiðslum úr búunum til erlendra kröfuhafa. Þar er um að ræða eign gömlu bankanna, í nýju bönkunum, sem er skráð i íslenskum krónum. Og þar er um að ræða í einhverjum mæli gjaldeyriskröfu þrotabúa á innlenda aðila, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem innlendir aðilar eru ekki með gjaldeyristekjur. Og við höfum sagt slitastjórnunum og fulltrúum kröfuhafa sem við höfum hitt að það verða ekki samþykktir neinir nauðasamningar nema það sé hluti af einverri pakkalausn þar sem er tekið á þessum þáttum með nægjanlega góðum hætti út frá sjónarhóli Íslands," segir hann. Aðspurður segir hann kröfuhafa ekki gera efnislegar athugasemdir við þessi sjónarmið og ekki reyna að beita þrýstingi á að nauðasamningarnir gangi sem hraðast fyrir sig. „Þeir vita það að það þýðir ekki neitt. Þannig bara standa málin," segir hann. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekkert vita hvenær hægt verði að samþykkja nauðasamninga slitastjórna Glitnis og Arion banka við kröfuhafa. Málið er flókið enda gæti það þýtt gríðarlegan flutning á gjaldeyri úr landi og haft mikil áhrif á gengi krónunnar og þar af leiðandi íslenskt efnahagslíf. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í vikunni að ólíklegt væri að þeir yrðu samþykktir fyrir kosningar. „Það bara veit ég ekkert um. Það getur gerst hratt og það getur gerst hægt. Það fer eftir því hvernig gengur í samtölum milli aðila," sagði Már þegar Vísir náði tali af honum í gær og spurði hvenær hann sæi fyrir sér að nauðasamningar yrðu samþykktir. „Það eru tiltölulega nýkomnar beiðnir frá þessum tveimur slitastjórnum vegna nauðasamninga," segir Már. Hann leggur áherslu á að það sé tvennt sem skipti máli fyrir tímasetningu á samþykkt nauðasamningana. Ekki hafi enn fengist öll gögn sem tengist málinu, en starfshópar séu í gangi til að fara yfir gögn sem séu þegar komin. „Við erum ekki komin á þann punkt að við séum með mál sem við þurfum að taka afstöðu til. Og þetta eru stór og flókin mál þannig að það er eðlilegt að þetta taki einhvern tíma," segir Már. „Síðan númer tvö, þá stendur það sem ég hef áður sagt, að það verða engir nauðasamningar samþykktir nema tryggt sé að þeir samrýmist fjármálalegum stöðugleika og stöðugleika á íslenskum gjaldeyrismarkaði. Þar er fyrst og fremst um að ræða mál sem tengjast krónugreiðslum úr búunum til erlendra kröfuhafa. Þar er um að ræða eign gömlu bankanna, í nýju bönkunum, sem er skráð i íslenskum krónum. Og þar er um að ræða í einhverjum mæli gjaldeyriskröfu þrotabúa á innlenda aðila, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem innlendir aðilar eru ekki með gjaldeyristekjur. Og við höfum sagt slitastjórnunum og fulltrúum kröfuhafa sem við höfum hitt að það verða ekki samþykktir neinir nauðasamningar nema það sé hluti af einverri pakkalausn þar sem er tekið á þessum þáttum með nægjanlega góðum hætti út frá sjónarhóli Íslands," segir hann. Aðspurður segir hann kröfuhafa ekki gera efnislegar athugasemdir við þessi sjónarmið og ekki reyna að beita þrýstingi á að nauðasamningarnir gangi sem hraðast fyrir sig. „Þeir vita það að það þýðir ekki neitt. Þannig bara standa málin," segir hann.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira