23 ára með eigin skartgripalínu 12. janúar 2013 09:15 Rut Karlsdóttir, 23 ára, útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2009. Tveimur árum seinna fluttist Rut til Barcelona og kláraði þar fyrsta árið í fatahönnun í IED Barcelona. Eftir heimkomuna frá Barcelona fór hún að fikta við að hanna hálsmenalínu sem naut strax mikilla vinsælda hjá bæði kvenkyns -og karlkyns vinum Rutar, fleiri aðdáendur bættust síðan í hópinn og hefur hún því ákveðið að halda áfram að hanna og breikka hálsmenalínu sína Rut Karls Jewelry.Þú ert flutt heim, var ævintýrið búið? Ég kom heim reynslunni ríkari en skólinn heillaði mig ekki til þess að halda þar áfram. Barcelona á hins vegar hjarta mitt og dreymir mig um að flytja þangað aftur. Menningin, fólkið og borgin sjálf á mjög vel við mig. Ég vinn núna í móttökunni á Hótel Reykjavík en ég ætla mér í nám aftur næsta haust, ég er að skoða skóla bæði hérna heima og erlendis.Í lokaverkefninu mínu úti lærði ég mikið um það að endurtúlka og að koma hugmyndaflæðinu af stað. Þetta var langt verkefni sem við vorum að vinna í hálft ár. Við fórum á listasafnið Macba og völdum okkur verk á sýningunni sem var í gangi þar og unnum okkar eigin hugmyndir út frá verkinu. Hugmyndin sem ég vann út frá var geimurinn og þá einna helst geimþoka og svarthol. Ég var mikið í því að lita og breyta efnum í samræmi við það og notaði leður á móti. Þetta var mjög skemmtilegt og það var skemmtilegt að sjá hvað allir í bekknum voru að gera ólíka hluti. Sjá meira á Tiska.is.Lesa viðtalið í heild sinni við Rut HÉR. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Rut Karlsdóttir, 23 ára, útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2009. Tveimur árum seinna fluttist Rut til Barcelona og kláraði þar fyrsta árið í fatahönnun í IED Barcelona. Eftir heimkomuna frá Barcelona fór hún að fikta við að hanna hálsmenalínu sem naut strax mikilla vinsælda hjá bæði kvenkyns -og karlkyns vinum Rutar, fleiri aðdáendur bættust síðan í hópinn og hefur hún því ákveðið að halda áfram að hanna og breikka hálsmenalínu sína Rut Karls Jewelry.Þú ert flutt heim, var ævintýrið búið? Ég kom heim reynslunni ríkari en skólinn heillaði mig ekki til þess að halda þar áfram. Barcelona á hins vegar hjarta mitt og dreymir mig um að flytja þangað aftur. Menningin, fólkið og borgin sjálf á mjög vel við mig. Ég vinn núna í móttökunni á Hótel Reykjavík en ég ætla mér í nám aftur næsta haust, ég er að skoða skóla bæði hérna heima og erlendis.Í lokaverkefninu mínu úti lærði ég mikið um það að endurtúlka og að koma hugmyndaflæðinu af stað. Þetta var langt verkefni sem við vorum að vinna í hálft ár. Við fórum á listasafnið Macba og völdum okkur verk á sýningunni sem var í gangi þar og unnum okkar eigin hugmyndir út frá verkinu. Hugmyndin sem ég vann út frá var geimurinn og þá einna helst geimþoka og svarthol. Ég var mikið í því að lita og breyta efnum í samræmi við það og notaði leður á móti. Þetta var mjög skemmtilegt og það var skemmtilegt að sjá hvað allir í bekknum voru að gera ólíka hluti. Sjá meira á Tiska.is.Lesa viðtalið í heild sinni við Rut HÉR.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira