VÍS búið að selja hlut sinn í Vefpressunni Magnús Halldórsson skrifar 10. janúar 2013 17:49 Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, er meðal stærstu eigenda Vefpressunnar og stjórnarformaður. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, seldi hlut sinn í Vefpressunni um mitt síðasta ár. Þetta staðfesti Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, við fréttastofu í dag. Vátryggingafélag Íslands átti ríflega 18 prósent hlut í Vefpressunni, og sagði Sigrún Ragna að um óverulegar upphæðir hefði verið að ræða í viðskiptunum, og að hluthafar sem fyrir voru í hluthafahópi Vefpressunnar hefðu keypt hlutinn. Eins og greint var frá fyrr í dag var Vefpressan, sem m.a. rekur Pressuna.is og eyjuna.is, rekin með tæplega 30 milljóna króna tapi árið 2011, samkvæmt ársreikninga sem skilað var til Ársreikningaskrá 7. janúar sl. Hann er óendurskoðaður. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Eins og áður segir er VÍS þó farið úr hluthafahópnum, og hefur hann því tekið nokkrum breytingum, frá því upplýsingarnar voru birtar á vef Fjölmiðlanefndar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8% Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands, VÍS, seldi hlut sinn í Vefpressunni um mitt síðasta ár. Þetta staðfesti Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, við fréttastofu í dag. Vátryggingafélag Íslands átti ríflega 18 prósent hlut í Vefpressunni, og sagði Sigrún Ragna að um óverulegar upphæðir hefði verið að ræða í viðskiptunum, og að hluthafar sem fyrir voru í hluthafahópi Vefpressunnar hefðu keypt hlutinn. Eins og greint var frá fyrr í dag var Vefpressan, sem m.a. rekur Pressuna.is og eyjuna.is, rekin með tæplega 30 milljóna króna tapi árið 2011, samkvæmt ársreikninga sem skilað var til Ársreikningaskrá 7. janúar sl. Hann er óendurskoðaður. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Eins og áður segir er VÍS þó farið úr hluthafahópnum, og hefur hann því tekið nokkrum breytingum, frá því upplýsingarnar voru birtar á vef Fjölmiðlanefndar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8%
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira