Icesavedómur gæti orðið þungur skellur fyrir ríkissjóð 28. janúar 2013 06:15 Fyrir hádegið mun dómur EFTA dómsstólsins í Icesave málinu verða kveðinn upp. Óhagstæður dómur gæti orðið þungur skellur fyrir ríkissjóð. Sennilega hefur fárra alþjóðlegra dóma verið beðið með jafnmikilli eftirvæntingu á Íslandi og þess sem EFTA dómstólinn gerir opinberan klukkan hálf ellefu að okkar tíma. Mikið liggur undir í niðurstöðum hans. Ef Ísland er sýknað er málinu þar með lokið. Ef dómurinn fellur gegn ríkissjóði gæti það kostað þjóðarbúið miklar fjárhæðir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur reiknað út að ef EFTA dómstólinn felli dóm gegn ríkissjóði muni það geta kostað ríkissjóð á bilinu 60 til tæplega 340 milljarða króna. Lægri upphæðin miðast við að Bretar og Hollendingar fallist á að taka í gildi síðasta Icesave samninginn, þann sem Lee Buchheit samdi fyrir Íslendinga. Hærri upphæðin er miðuð við að ríkissjóður þurfi að borga refsivexti af öllum Icesave-innstæðunum frá falli Landsbankans. Þá má nefna að öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Sandard & Poor´s og Fitch Ratings hafa sagt að óhægstæð niðurstaða í Icesave málinu muni þýða endurskoðun á lánshæfiseinkunn ríkisins. Það þýðir sennilega að einkunnin lækki niður í ruslflokk. Vegna dómsins í Icesave-málinu verður sérstök útsending á Vísi klukkan ellefu, þar sem rætt verður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Þá munu Eiríkur Svavarsson hæstaréttarlögmaður og fulltrúi í inDefence hópnum, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sitja fyrir svörum. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Fyrir hádegið mun dómur EFTA dómsstólsins í Icesave málinu verða kveðinn upp. Óhagstæður dómur gæti orðið þungur skellur fyrir ríkissjóð. Sennilega hefur fárra alþjóðlegra dóma verið beðið með jafnmikilli eftirvæntingu á Íslandi og þess sem EFTA dómstólinn gerir opinberan klukkan hálf ellefu að okkar tíma. Mikið liggur undir í niðurstöðum hans. Ef Ísland er sýknað er málinu þar með lokið. Ef dómurinn fellur gegn ríkissjóði gæti það kostað þjóðarbúið miklar fjárhæðir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur reiknað út að ef EFTA dómstólinn felli dóm gegn ríkissjóði muni það geta kostað ríkissjóð á bilinu 60 til tæplega 340 milljarða króna. Lægri upphæðin miðast við að Bretar og Hollendingar fallist á að taka í gildi síðasta Icesave samninginn, þann sem Lee Buchheit samdi fyrir Íslendinga. Hærri upphæðin er miðuð við að ríkissjóður þurfi að borga refsivexti af öllum Icesave-innstæðunum frá falli Landsbankans. Þá má nefna að öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Sandard & Poor´s og Fitch Ratings hafa sagt að óhægstæð niðurstaða í Icesave málinu muni þýða endurskoðun á lánshæfiseinkunn ríkisins. Það þýðir sennilega að einkunnin lækki niður í ruslflokk. Vegna dómsins í Icesave-málinu verður sérstök útsending á Vísi klukkan ellefu, þar sem rætt verður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Þá munu Eiríkur Svavarsson hæstaréttarlögmaður og fulltrúi í inDefence hópnum, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sitja fyrir svörum.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira