Íslenskar herraskyrtur hitta beint í mark Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2013 09:30 Huginn Muninn sendu frá sér sína fyrstu línu af herraskyrtum í desember 2011. Skyrturnar áttu heldur betur eftir að slá í gegn og í ár munu Huginn Muninn taka þátt í Reykjavík Fashion Festival ásamt fremstu hönnuðum landsins. Lífið sló á þráðinn til Guðrúnar Guðjónsdóttur, yfirhönnuðar þar á bæ.Hvers vegna herraskyrtur? Vegna þess að ég er klæðskeri og hönnuður, og mennirnir á bakvið fyrirtækið Huginn Muninn eiga skyrtuverksmiðju í Litháen. Þetta lá nokkuð beint við. Okkur fannst strax að það væri rétt að fara út í eitthvað þar sem við vissum hvar við stæðum og styrkleikinn var í skyrtunum.Nú hafa viðbrögðin við skyrtunum ekki látið á sér standa. Hvers vegna heldur þú að það sé? Ég held að það hafi bara vantað venjulegan karlmannsfatnað eins og skyrtur á markaðinn. Það eru nefnilega mjög margir sem vilja kaupa íslenska hönnun en eiga svo erfitt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Skyrturnar seldust upp stuttu eftir að við sendum þær frá okkur fyrst jólin 2011. Við höfðum upplagið því mun stærra síðustu jól en viti menn, það seldist bara upp líka. Fólk var greinilega orðið meðvitað um skyrturnar og farið að tala mikið um þær.Hvernig kviknaði áhuginn á að taka þátt í RFF? Mér fannst það bara ótrúlega spennandi! Þetta er vaxandi iðnaður og RFF er frábær stökkpallur fyrir íslenska hönnuði. Það sem heillar mig líka mikið er að sjá hversu sterk viðskiptahliðin á þessu er orðin. Við höfum framleiðslugetuna og höfðum líka alltaf hugsað okkur að fara eitthvað út. Það er ekki til betri staður til að koma sinni hönnun á framfæri og fá umfjöllun um hana.Guðrún Guðjónsdóttir.Hverju má búast við á sýningunni ykkar? Við verðum með okkar klassísku skyrtur með smá tvisti. Það verða sérstakir fylgihlutir með og ég hannaði buxur sérstaklega fyrir tilefnið.. Þær verða þó bara sértakir sýningargripir og fara ekki í framleiðslu. Fókusinn verður á skyrtunum. Huginn Muninn skyrturnar fást í Kraum, Kormáki og Skildi, ATMO og hjá Sævari Karli. Huginnmuninn.is RFF Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Huginn Muninn sendu frá sér sína fyrstu línu af herraskyrtum í desember 2011. Skyrturnar áttu heldur betur eftir að slá í gegn og í ár munu Huginn Muninn taka þátt í Reykjavík Fashion Festival ásamt fremstu hönnuðum landsins. Lífið sló á þráðinn til Guðrúnar Guðjónsdóttur, yfirhönnuðar þar á bæ.Hvers vegna herraskyrtur? Vegna þess að ég er klæðskeri og hönnuður, og mennirnir á bakvið fyrirtækið Huginn Muninn eiga skyrtuverksmiðju í Litháen. Þetta lá nokkuð beint við. Okkur fannst strax að það væri rétt að fara út í eitthvað þar sem við vissum hvar við stæðum og styrkleikinn var í skyrtunum.Nú hafa viðbrögðin við skyrtunum ekki látið á sér standa. Hvers vegna heldur þú að það sé? Ég held að það hafi bara vantað venjulegan karlmannsfatnað eins og skyrtur á markaðinn. Það eru nefnilega mjög margir sem vilja kaupa íslenska hönnun en eiga svo erfitt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Skyrturnar seldust upp stuttu eftir að við sendum þær frá okkur fyrst jólin 2011. Við höfðum upplagið því mun stærra síðustu jól en viti menn, það seldist bara upp líka. Fólk var greinilega orðið meðvitað um skyrturnar og farið að tala mikið um þær.Hvernig kviknaði áhuginn á að taka þátt í RFF? Mér fannst það bara ótrúlega spennandi! Þetta er vaxandi iðnaður og RFF er frábær stökkpallur fyrir íslenska hönnuði. Það sem heillar mig líka mikið er að sjá hversu sterk viðskiptahliðin á þessu er orðin. Við höfum framleiðslugetuna og höfðum líka alltaf hugsað okkur að fara eitthvað út. Það er ekki til betri staður til að koma sinni hönnun á framfæri og fá umfjöllun um hana.Guðrún Guðjónsdóttir.Hverju má búast við á sýningunni ykkar? Við verðum með okkar klassísku skyrtur með smá tvisti. Það verða sérstakir fylgihlutir með og ég hannaði buxur sérstaklega fyrir tilefnið.. Þær verða þó bara sértakir sýningargripir og fara ekki í framleiðslu. Fókusinn verður á skyrtunum. Huginn Muninn skyrturnar fást í Kraum, Kormáki og Skildi, ATMO og hjá Sævari Karli. Huginnmuninn.is
RFF Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira