Huffington Post fjallar ítarlega um íslensku ullarpeysuna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2013 09:30 Bandaríska útgáfa The Huffington Post setti inn ítarlega umfjöllun um íslensku ullarpeysuna á heimasíðu sína nú rétt fyrir helgi. Blaðamaður þar á bæ heimsótti Ísland fyrir stuttu og heillaðist af landi og þjóð. En mest heillaðist hún þó af ullarpeysunni góðu og sögunni á bak við hana.Blaðamaðurinn hefur orð á því að hún hafi séð peysurnar í öllum stærðum og gerðum ,,í næstum öllum búðum sem hún steig fæti inn í". Fréttin er mikið myndskreytt og greinilegt að hún hefur fylgst grannt með þeim sem urðu á vegi hennar í lopapeysum. Einnig talar hún um hvernig íslenska ullin er sérstök að því leyti að íslenska sauðkindin sé algjörlega hreinn kindastofn sem hafi haldið hita á þjóðinni í margar aldir.Það er því fremur kaldhæðnislegt þegar hún flettir ofan að því að peysan hafi í raun ekki komið fram á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrr en upp úr 1950, þegar nóbelsfrúin Auður Laxness kom til landsins með svipaða peysu frá Grænlandi eftir heimsókn þar. Blaðamaðurinn virðist samt sem áður hafa mikið álit á peysunni og talar t.d. skemmtilega um flíspeysur og jakka í ullarpeysustíl sem Farmers Market og 66 gráður norður hafa sent frá sér. Greinina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Bandaríska útgáfa The Huffington Post setti inn ítarlega umfjöllun um íslensku ullarpeysuna á heimasíðu sína nú rétt fyrir helgi. Blaðamaður þar á bæ heimsótti Ísland fyrir stuttu og heillaðist af landi og þjóð. En mest heillaðist hún þó af ullarpeysunni góðu og sögunni á bak við hana.Blaðamaðurinn hefur orð á því að hún hafi séð peysurnar í öllum stærðum og gerðum ,,í næstum öllum búðum sem hún steig fæti inn í". Fréttin er mikið myndskreytt og greinilegt að hún hefur fylgst grannt með þeim sem urðu á vegi hennar í lopapeysum. Einnig talar hún um hvernig íslenska ullin er sérstök að því leyti að íslenska sauðkindin sé algjörlega hreinn kindastofn sem hafi haldið hita á þjóðinni í margar aldir.Það er því fremur kaldhæðnislegt þegar hún flettir ofan að því að peysan hafi í raun ekki komið fram á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrr en upp úr 1950, þegar nóbelsfrúin Auður Laxness kom til landsins með svipaða peysu frá Grænlandi eftir heimsókn þar. Blaðamaðurinn virðist samt sem áður hafa mikið álit á peysunni og talar t.d. skemmtilega um flíspeysur og jakka í ullarpeysustíl sem Farmers Market og 66 gráður norður hafa sent frá sér. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira