Heimir Örn: Dómarar verða að fatta mannleg samskipti Guðmundur Marinó Ingvarsson í Strandgötu skrifar 26. janúar 2013 18:27 Heimir Örn Árnason Mynd/Daníel „Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag. „FH-ingar voru skynsamari á boltann en við. Við vorum að skjóta í lélegum færum. Gæðastuðullinn á þessum leik var ekki hár, allstaðar á vellinum," sagði Heimir en Geir Guðmundsson átti þó prýðisgóðan leik fyrir Akureyri. „Það var 6-1 fyrir þá í vítadómum. Það var gjörsamlega út úr kortinu. Þetta voru nýliðamistök hjá þeim. Þeir eiga að dæma í deildinni eftir áramót þessir og þetta var fín æfing fyrir þá. Þeir koma sterkir inn. „Dómarar verða aðeins að fatta mannleg samskipti. Þó menn öskri aðeins á háu tónunum þá ætla menn ekki að drepa þá. Það þýðir ekki að gefa rautt spjald og fjórar fyrir eitthvað smá. Þá er nú félagi minn Einar Jónsson (innskot blm. þjálfari Fram) alltaf að fá rautt. Þetta er bíó ef ég fæ rautt fyrir eitt atvik og svo öskra Aron og Einar í 60 mínútur í leiknum á undan. Þeir þurfa að ræða það á dómaraþinginu hvernig þeir ætla að gera þetta þegar deildin fer af stað aftur," sagði Heimir allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í stöðunni 24-22 þegar hann var dæmdur brotlegur eftir að Akureyri hafði unnið boltann í vörninni. „Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og mér fannst rosalegt að dæma á mig þegar ég er fimm metra frá boltanum og við með boltann í höndunum. Við Ási (Ásbjörn Friðriksson) vorum eitthvað að kljást. „Svo verð ég aðeins að skjóta á HSÍ. Ég skil ekki þetta laugardags, sunnudags fyrirkomulag. Ég er búinn að mæta hérna síðustu fimm ári held ég, föstudag og laugardag. Það hefur verið svona föstudags stemning, fullt hús og mjög gaman að spila. 600 manns í húsinu og ég átta mig ekki á að færa þetta á laugardag og sunnudag og klukkan 2 á sunnudegi. Það eru allir í vöfflum heima og enginn að mæta á handboltaleik. „Það er úrslitaleikur á HM á morgun og við erum að fljúga heim á sama tíma. Ég skil ekki svona. Liðin eru aldrei spurð hvað þeim finnst betra. Það hefur verið fullt hús síðustu ár og frábært mót en hvað er hérna núna, 150 manns í húsinu. Mér finnst menn á 70% hraða. Ég er ekki ánægður með þetta. Kannski er það af því að ég tapaði, ég veit það ekki en þetta er satt. Þetta er búið að vera gott á föstudegi og laugardegi. „Svo á eftir að koma í ljós með þessa bikarúrslitahelgi. Við erum ekki alveg Þjóðverjar á sunnudegi með pulsu og bjór tvo tíma fyrir leik er það nokkuð. Ég skil ekki þetta sunnudagsdæmi. Spila á laugardegi klukkan 4 með fullt hús en ég er ekki í stjórn HSÍ," sagði Heimir að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag. „FH-ingar voru skynsamari á boltann en við. Við vorum að skjóta í lélegum færum. Gæðastuðullinn á þessum leik var ekki hár, allstaðar á vellinum," sagði Heimir en Geir Guðmundsson átti þó prýðisgóðan leik fyrir Akureyri. „Það var 6-1 fyrir þá í vítadómum. Það var gjörsamlega út úr kortinu. Þetta voru nýliðamistök hjá þeim. Þeir eiga að dæma í deildinni eftir áramót þessir og þetta var fín æfing fyrir þá. Þeir koma sterkir inn. „Dómarar verða aðeins að fatta mannleg samskipti. Þó menn öskri aðeins á háu tónunum þá ætla menn ekki að drepa þá. Það þýðir ekki að gefa rautt spjald og fjórar fyrir eitthvað smá. Þá er nú félagi minn Einar Jónsson (innskot blm. þjálfari Fram) alltaf að fá rautt. Þetta er bíó ef ég fæ rautt fyrir eitt atvik og svo öskra Aron og Einar í 60 mínútur í leiknum á undan. Þeir þurfa að ræða það á dómaraþinginu hvernig þeir ætla að gera þetta þegar deildin fer af stað aftur," sagði Heimir allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í stöðunni 24-22 þegar hann var dæmdur brotlegur eftir að Akureyri hafði unnið boltann í vörninni. „Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og mér fannst rosalegt að dæma á mig þegar ég er fimm metra frá boltanum og við með boltann í höndunum. Við Ási (Ásbjörn Friðriksson) vorum eitthvað að kljást. „Svo verð ég aðeins að skjóta á HSÍ. Ég skil ekki þetta laugardags, sunnudags fyrirkomulag. Ég er búinn að mæta hérna síðustu fimm ári held ég, föstudag og laugardag. Það hefur verið svona föstudags stemning, fullt hús og mjög gaman að spila. 600 manns í húsinu og ég átta mig ekki á að færa þetta á laugardag og sunnudag og klukkan 2 á sunnudegi. Það eru allir í vöfflum heima og enginn að mæta á handboltaleik. „Það er úrslitaleikur á HM á morgun og við erum að fljúga heim á sama tíma. Ég skil ekki svona. Liðin eru aldrei spurð hvað þeim finnst betra. Það hefur verið fullt hús síðustu ár og frábært mót en hvað er hérna núna, 150 manns í húsinu. Mér finnst menn á 70% hraða. Ég er ekki ánægður með þetta. Kannski er það af því að ég tapaði, ég veit það ekki en þetta er satt. Þetta er búið að vera gott á föstudegi og laugardegi. „Svo á eftir að koma í ljós með þessa bikarúrslitahelgi. Við erum ekki alveg Þjóðverjar á sunnudegi með pulsu og bjór tvo tíma fyrir leik er það nokkuð. Ég skil ekki þetta sunnudagsdæmi. Spila á laugardegi klukkan 4 með fullt hús en ég er ekki í stjórn HSÍ," sagði Heimir að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira