Fótbolti

Emil lagði upp sigurmark Hellas Verona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Hallfreðsson í leik með Verona.
Emil Hallfreðsson í leik með Verona. Mynd/Nordic Photos/Getty
Emil Hallfreðsson lagði upp sigurmark Hellas Verona þegar liðið vann 1-0 útisigur á Spezia í ítölsku b-deildinni í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom níu mínútum fyrir leikslok.

Hellas Verona er í 3. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Livorno sem er í sætinu fyrir ofan. Verona-liðið var þarna að spila sinn fyrsta leik eftir jólafrí en liðið náði í 7 stig af 9 mögulegum í síðustu þremur deildarleikjum ársins 2012.

Daniele Cacia skoraði eina mark leiksins á 81. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Emil. Emil spilaði allan leikinn á miðju Verona-liðsins og var nálægt því að leggja upp annað skallamark í fyrri hálfleiknum.

Emil er kominn með 2 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum í ítölsku b-deildinni á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×