Tískutímaritið LOVE birti þessar myndir sem Tim Walker, einn virtasti tískuljósmyndari heims, tók af Kate Moss nýlega. Kate, sem varð 39 ára á dögunum, hefur greinilega engu gleymt og eru bæði forsíðan og myndaþátturinn með þeim djarfari sem sést hafa með henni.