Óttast að það sé ekki vilji til að afnema höftin Magnús Halldórsson skrifar 23. janúar 2013 14:08 Vilmundur Jósefsson. Vilmundur Jósefsson hyggst ekki gefa kost á sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins á ársfundinum 6. mars næstkomandi. Hann segir afar brýnt að koma fjárfestingu af stað í atvinnulífinu og óttast að fjármagnshöft verði fyrir hendi hér á landi í mörg ár til viðbótar, ef ekki verði gripið til róttækra aðgerða. Vilmundur hefur lengi verið í forsvari fyrir regnhlífarsamtök atvinnurekenda, eða allt frá árinu 1992, þegar hann tók fyrst sæti í stjórnum hagsmunasamta í atvinnulífinu. Þá var hann formaður Samtaka iðnaðarins á árunum 2000 til 2006, og hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins undanfarin fjögur ár. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur þegar lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir því að verða formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Vilmundur segist einfaldlega telja þetta hafa verið góðan tíma, en nú taki annar við keflinu. „Ég tel einfaldlega þetta sé komið gott, ég er búinn að vera lengi í forsvari fyrir atvinnulífið í landinu, og finnst eðlilegt að hætta núna," segir Vilmundur. Vilmundur segist líta svo á að dýrmætur tími hafi farið til spillis eftir hrunið, þar sem hægagangur hafi einkennt uppbyggingu í atvinnulífinu. „Við gætum hafa gert miklu meira, og komið hlutum á meiri hreyfingu en raunin hefur verið. Við hjá SA höfum gagnrýnt stjórnvöld harðlega hvað þetta varðar, og það er mitt mat að tími hafi tapast frá hruni sem annars hefði verið dýrmætur í því að ná efnhagslífinu í gang. Við höfum of lengi hjakkað í sama farinu," segir Vilmundur. Vilmundur segist óttast að það sé í reynd ekki neinn pólitískur vilji fyrir hendi, til þess að afnema fjármagnshöftin. „Fjárfesting hefur verið alltof lítil, og það verður að örva hana með öllum ráðum. Annars skapast ekki nægilega mörg störf, og það er það sem við þurfum að gera, það er að skapa fleiri störf fyrir fólkið í landinu. Síðan óttast ég að það sé í reynd ekki fyrir hendi pólitískur vilji til þess að afnema fjármagnshöftin. Það þarf að stíga miklu ákveðnari skref en stigin hafa verið til þessa," segir Vilmundur. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Vilmundur Jósefsson hyggst ekki gefa kost á sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins á ársfundinum 6. mars næstkomandi. Hann segir afar brýnt að koma fjárfestingu af stað í atvinnulífinu og óttast að fjármagnshöft verði fyrir hendi hér á landi í mörg ár til viðbótar, ef ekki verði gripið til róttækra aðgerða. Vilmundur hefur lengi verið í forsvari fyrir regnhlífarsamtök atvinnurekenda, eða allt frá árinu 1992, þegar hann tók fyrst sæti í stjórnum hagsmunasamta í atvinnulífinu. Þá var hann formaður Samtaka iðnaðarins á árunum 2000 til 2006, og hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins undanfarin fjögur ár. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur þegar lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir því að verða formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Vilmundur segist einfaldlega telja þetta hafa verið góðan tíma, en nú taki annar við keflinu. „Ég tel einfaldlega þetta sé komið gott, ég er búinn að vera lengi í forsvari fyrir atvinnulífið í landinu, og finnst eðlilegt að hætta núna," segir Vilmundur. Vilmundur segist líta svo á að dýrmætur tími hafi farið til spillis eftir hrunið, þar sem hægagangur hafi einkennt uppbyggingu í atvinnulífinu. „Við gætum hafa gert miklu meira, og komið hlutum á meiri hreyfingu en raunin hefur verið. Við hjá SA höfum gagnrýnt stjórnvöld harðlega hvað þetta varðar, og það er mitt mat að tími hafi tapast frá hruni sem annars hefði verið dýrmætur í því að ná efnhagslífinu í gang. Við höfum of lengi hjakkað í sama farinu," segir Vilmundur. Vilmundur segist óttast að það sé í reynd ekki neinn pólitískur vilji fyrir hendi, til þess að afnema fjármagnshöftin. „Fjárfesting hefur verið alltof lítil, og það verður að örva hana með öllum ráðum. Annars skapast ekki nægilega mörg störf, og það er það sem við þurfum að gera, það er að skapa fleiri störf fyrir fólkið í landinu. Síðan óttast ég að það sé í reynd ekki fyrir hendi pólitískur vilji til þess að afnema fjármagnshöftin. Það þarf að stíga miklu ákveðnari skref en stigin hafa verið til þessa," segir Vilmundur.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira