Fótbolti

AC Milan mistókst að fá Kaka frá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dvölin hjá Real Madrid hefur ekki verið neinn dans á rósum fyrir Kaka.
Dvölin hjá Real Madrid hefur ekki verið neinn dans á rósum fyrir Kaka. Mynd/Nordic Photos/Getty
Adriano Galliani, varaformaður AC Milan, hefur staðfest að félagið hafi ekki efni á því að fá Brasilíumanninn Kaka frá Real Madrid. Real Madrid keypti Kaka frá AC Milan árið 2009 en leikmaðurinn hefur ekki staðið sig vel á Santiago Bernabeu þau þrjú tímabil sem hann hefur spilað þar.

AC Milan var að reyna að fá þennan 30 ára miðjumann á láni en Galliani kom fram í ítölskum fjölmiðlum í morgun og sagði frá því að viðræðurnar við Real Madrid hefðu ekki skilað neinu.

Real Madrid vildi losna endalega við Kaka sem er á samning til sumarsins 2015 en AC Milan sóttist eftir lánsamningi.

„Kaka reyndi allt sem hann gat gert til að liðka fyrir samningum en við urðum að gefast upp vegna fjárhagslegra ástæðna," sagði Adriano Galliani.

Kaka hefur aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum með Real Madrid á þessu tímabili og er með fleiri rauð spjöld (1) en mörk (0). Hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í einum þessara sjö leikja og var þá tekinn útaf í hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×