Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 26-22 | Fram upp í 3. sætið Elvar Geir Magnússon skrifar 4. febrúar 2013 14:20 Mynd/Stefán Framarar eru búnir að finna gírinn í karlahandboltanum en Fram vann fjögurra marka sigur á HK í Safamýrinni í kvöld, 26-22. Framarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, tvo þeirra fyrir HM-frí, og eru nú komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með betri úrslit í innbyrðis leikjum gegn ÍR. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram þar af fimm þeirra í fyrri hálfleik. Magnús Erlendsson varði 47 prósent skotanna í markinu. Framarar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik (15-7) en voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. HK-ingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 19-17, þrettán mínútur fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og Framarar fögnuðu fjögurra marka sigri. Framarar sýndu hrikalega öfluga vörn í fyrri hálfleik og gestirnir úr Kópavoginum áttu engin svör. Í seinni hálfleiknum náði HK fleiri skotum á markið en þá var Magnús í stuði í markinu. Værukærð heimamanna í upphafi seinni hálfleiks hleypti spennu í leikinn um tíma en sú spenna stóð stutt yfir. HK-ingar áttu ekki nægilega mikið bensín á tanknum og Fram vann sanngjarnan sigur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Mér fannst oft á tíðum vanta upp á vörn og markvörslu hjá okkur fyrir áramót og það er mjög jákvætt hve vel gekk í þeim þáttum í kvöld. Svo varði Maggi verulega vel í seinni hálfleik," sagði Einar. Magnús Erlends: Þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik„Það var mjög ljúft að ná að sigla þessu í land. Mér fannst of mikil værukærð yfir þessu í seinni hálfleik," sagði Magnús Erlendsson, markvörður Fram eftir leikinn en hann átti flotta frammistöðu. „Ég þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik, vörnin var það góð. Við vorum bara í hraðaupphlaupum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun seinni hálfleiks, stundum þegar maður fer með gott forskot í hálfleikinn vill þetta gerast. Við fórum að verjast í staðinn fyrir að sækja."„Það er frábært að ná að sigla þessu í land. Það var erfitt fyrir þá að vinna sig inn í leikinn en þeir eru harðir. Robbi (Róbert Aron) og Jói (Jóhann Gunnar) voru ekki að hitta vel í dag."„Við stefnum á að vinna hvern leik og halda okkur uppi í topp fjórum."Kristinn Guðmunds: Ekki nægilega klókir„Við vorum ofboðslega staðir og gatslitnir sóknarlega," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum fátt af því sem við ætluðum að gera. Þar af leiðandi gerðum við erfiða brekku að klífa. Við fórum svo langleiðina upp hana í seinni hálfleik en vorum ekki nægilega klókir til að klára þetta." Var hann ánægður með hvernig lið hans brást við mótlætinu í hálfleik. „Já mitt lið hefur yfirleitt brugðist vel við mótlæti. Við erum ólseigir en ég er fyrst og fremst ósáttir við að menn séu ekki klárir og komi sér í þessa stöðu. Þetta hefur með hluti eins og vinnuframlag að gera." „Menn verða að koma út úr skelinni og vera klárir í slaginn. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta en hver leikmaður verður að ná að skila 80-90% af því sem þeir geta skilað." „Það er verkefni okkar allra að vinna saman að því að ná meiru út úr liðinu. Þetta kostar okkur vinnu sem hefst strax í kvöld. Það þýðir ekki að hengja haus. Við vitum að við getum komið til baka úr þessu. Framliðið er gott lið en slakur fyrri hálfleikur kostaði okkur." Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk beint rautt spjald þegar hann virtist fara í hálsinn á Róberti Horstet. „Þeir meta þetta sem rautt spjald og þá er þetta bara rautt spjald, það er ekkert við því að gera. Það er hægt að ræða það fram og til baka hvað er rautt og hvað ekki." Olís-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Framarar eru búnir að finna gírinn í karlahandboltanum en Fram vann fjögurra marka sigur á HK í Safamýrinni í kvöld, 26-22. Framarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, tvo þeirra fyrir HM-frí, og eru nú komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með betri úrslit í innbyrðis leikjum gegn ÍR. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram þar af fimm þeirra í fyrri hálfleik. Magnús Erlendsson varði 47 prósent skotanna í markinu. Framarar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik (15-7) en voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. HK-ingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 19-17, þrettán mínútur fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og Framarar fögnuðu fjögurra marka sigri. Framarar sýndu hrikalega öfluga vörn í fyrri hálfleik og gestirnir úr Kópavoginum áttu engin svör. Í seinni hálfleiknum náði HK fleiri skotum á markið en þá var Magnús í stuði í markinu. Værukærð heimamanna í upphafi seinni hálfleiks hleypti spennu í leikinn um tíma en sú spenna stóð stutt yfir. HK-ingar áttu ekki nægilega mikið bensín á tanknum og Fram vann sanngjarnan sigur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Mér fannst oft á tíðum vanta upp á vörn og markvörslu hjá okkur fyrir áramót og það er mjög jákvætt hve vel gekk í þeim þáttum í kvöld. Svo varði Maggi verulega vel í seinni hálfleik," sagði Einar. Magnús Erlends: Þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik„Það var mjög ljúft að ná að sigla þessu í land. Mér fannst of mikil værukærð yfir þessu í seinni hálfleik," sagði Magnús Erlendsson, markvörður Fram eftir leikinn en hann átti flotta frammistöðu. „Ég þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik, vörnin var það góð. Við vorum bara í hraðaupphlaupum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun seinni hálfleiks, stundum þegar maður fer með gott forskot í hálfleikinn vill þetta gerast. Við fórum að verjast í staðinn fyrir að sækja."„Það er frábært að ná að sigla þessu í land. Það var erfitt fyrir þá að vinna sig inn í leikinn en þeir eru harðir. Robbi (Róbert Aron) og Jói (Jóhann Gunnar) voru ekki að hitta vel í dag."„Við stefnum á að vinna hvern leik og halda okkur uppi í topp fjórum."Kristinn Guðmunds: Ekki nægilega klókir„Við vorum ofboðslega staðir og gatslitnir sóknarlega," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum fátt af því sem við ætluðum að gera. Þar af leiðandi gerðum við erfiða brekku að klífa. Við fórum svo langleiðina upp hana í seinni hálfleik en vorum ekki nægilega klókir til að klára þetta." Var hann ánægður með hvernig lið hans brást við mótlætinu í hálfleik. „Já mitt lið hefur yfirleitt brugðist vel við mótlæti. Við erum ólseigir en ég er fyrst og fremst ósáttir við að menn séu ekki klárir og komi sér í þessa stöðu. Þetta hefur með hluti eins og vinnuframlag að gera." „Menn verða að koma út úr skelinni og vera klárir í slaginn. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta en hver leikmaður verður að ná að skila 80-90% af því sem þeir geta skilað." „Það er verkefni okkar allra að vinna saman að því að ná meiru út úr liðinu. Þetta kostar okkur vinnu sem hefst strax í kvöld. Það þýðir ekki að hengja haus. Við vitum að við getum komið til baka úr þessu. Framliðið er gott lið en slakur fyrri hálfleikur kostaði okkur." Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk beint rautt spjald þegar hann virtist fara í hálsinn á Róberti Horstet. „Þeir meta þetta sem rautt spjald og þá er þetta bara rautt spjald, það er ekkert við því að gera. Það er hægt að ræða það fram og til baka hvað er rautt og hvað ekki."
Olís-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira