Tekur þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. febrúar 2013 09:30 Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir var ein þriggja útskriftarnema frá Listaháskólanum sem tók þátt í Designers Nest sem fór fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn um helgina. Designers Nest er skandinavísk fatahönnunarkeppni fyrir nýútskrifaða og efnilega fatahönnuði og er hugsað sem stökkpallur út í bransann. Margir fjölmiðlar og áhrifafólk í tískuheiminum sækja sýninguna ár hvert.Hluti af línu Tönju sem sýnd var á Designers Nest á föstudaginn.Hönnuðirnir voru 10 talsins í ár, en fagstjóri fatahönnunardeildarinnar í Listaháskóla Íslands velur þrjá nemendur frá Íslandi til að taka þátt.Hvernig gekk svo? „Þessi dagur einkenndist af mjög mikilli spennu og stressi. Það gekk ágætlega að tala við dómarana, þó svo að tíminn hafi verið mjög stuttur, en hver og einn fékk bara 5 mínútur til að kynna línuna sína. Þeir virtust vera mjög áhugasamir og hrósuðu mér sérstaklega fyrir handbragðið á útsaumnum á lokalínunni minni. Það var mjög gaman og góð tilfinning að sjá sína eigin hönnun á þessari tískusýningu, meðal annara mjög hæfileikaríkra hönnuða og fá að koma sér á framfæri fyrir utan landsteinanna".Eru einhver sérstök tækifæri sem geta skapast út frá þessu? „Ég held að það fari allt eftir því hverjir mæta á sýninguna hverju sinni. Það hefur alls konar bransafólk mætt á tískusýningarnar sem eru með ákveðin verkefni í huga fyrir rétta aðila sem henta þeim. Nýútskrifaðir hönnuðir sem hafa tekið þátt hafa fengið umfjöllun og störf eftir sýninguna".Tanja Huld Leví Gunnarsdóttir.Hvert verður svo framhaldið? „Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum síðasta vor og er núna í diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur í textíl. Ég ákvað að sérhæfa mig í textíl og langaði að undirbúa mig til þess að sækja um í M.A erlendis í fatahönnun með áherslu á textíl. Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvert en er með nokkra skóla í huga. Þess á milli hef ég verið í samstarfi við vinkonu mína sem útskrifaðist nýverið úr Parsons, næst á döfinni hjá okkur er að gera tilraunir með digital prent og gera vonandi "mini collection" út frá því".Tanja ásamt Mai og Björgu sem einnig voru valdar til að taka þátt.Designers Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir var ein þriggja útskriftarnema frá Listaháskólanum sem tók þátt í Designers Nest sem fór fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn um helgina. Designers Nest er skandinavísk fatahönnunarkeppni fyrir nýútskrifaða og efnilega fatahönnuði og er hugsað sem stökkpallur út í bransann. Margir fjölmiðlar og áhrifafólk í tískuheiminum sækja sýninguna ár hvert.Hluti af línu Tönju sem sýnd var á Designers Nest á föstudaginn.Hönnuðirnir voru 10 talsins í ár, en fagstjóri fatahönnunardeildarinnar í Listaháskóla Íslands velur þrjá nemendur frá Íslandi til að taka þátt.Hvernig gekk svo? „Þessi dagur einkenndist af mjög mikilli spennu og stressi. Það gekk ágætlega að tala við dómarana, þó svo að tíminn hafi verið mjög stuttur, en hver og einn fékk bara 5 mínútur til að kynna línuna sína. Þeir virtust vera mjög áhugasamir og hrósuðu mér sérstaklega fyrir handbragðið á útsaumnum á lokalínunni minni. Það var mjög gaman og góð tilfinning að sjá sína eigin hönnun á þessari tískusýningu, meðal annara mjög hæfileikaríkra hönnuða og fá að koma sér á framfæri fyrir utan landsteinanna".Eru einhver sérstök tækifæri sem geta skapast út frá þessu? „Ég held að það fari allt eftir því hverjir mæta á sýninguna hverju sinni. Það hefur alls konar bransafólk mætt á tískusýningarnar sem eru með ákveðin verkefni í huga fyrir rétta aðila sem henta þeim. Nýútskrifaðir hönnuðir sem hafa tekið þátt hafa fengið umfjöllun og störf eftir sýninguna".Tanja Huld Leví Gunnarsdóttir.Hvert verður svo framhaldið? „Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum síðasta vor og er núna í diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur í textíl. Ég ákvað að sérhæfa mig í textíl og langaði að undirbúa mig til þess að sækja um í M.A erlendis í fatahönnun með áherslu á textíl. Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvert en er með nokkra skóla í huga. Þess á milli hef ég verið í samstarfi við vinkonu mína sem útskrifaðist nýverið úr Parsons, næst á döfinni hjá okkur er að gera tilraunir með digital prent og gera vonandi "mini collection" út frá því".Tanja ásamt Mai og Björgu sem einnig voru valdar til að taka þátt.Designers Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira