Vörur GuSt hafa hlotið góðar viðtökur. Nú þegar hefur ný verslun bæst við sölustaðina í Danmörku, auk þess sem GuSt hefur verið boðið að vera með vörur í dönsku vefversluninni Miinto. Á þessu ári eru 10 ár síðan GuSt ehf var stofnað og 16 ár síðan Guðrún Kristín hóf fyrst sölu á fatnaði undir vörumerkinu GuSt.
"Af því tilefni er ýmislegt á döfinni um þessar mundir. Logoið hefur verið endurhannað, ný heimasíða er í þróun sem og ýmis konar frekari kynning á vörumerkinu, bæði hér heima og erlendis," segir Guðrún í samtali við Lífið.
Á meðfylgjandi myndum má sjá brot úr haustlínu GuSt. Edit Ómars sá um myndatöku. Fyrirsæta er Helena Ríkey frá Elite.


