Georgia May Jagger, dóttir rokkarans Mick Jaggers, sat fyrir í auglýsingaherferð fyrir breska gallabuxnamerkið Hudson Jeans fyrir skömmu. Hún var þó ekki eina fyrirsætan því bæði bróðir hennar og kærasti voru með á myndunum sem teknar voru hér og þar í London.
Ekki nóg með það, heldur fór Georiga May einnig á bak við linsuna og myndaði sjálf hluta herferðarinnar. Það sem gerir allt saman enn skemmtilegra er að myndamiðillinn Instagram spilaði líka stórt hlutverk í tökunni, en myndirnar voru allar teknar í Instagram stíl. Þeim var svo póstað beinustu leið þangað af bæði Hudson Jeans og Georgiu May, svo aðdáendur þurftu ekki að bíða lengi eftir að sjá afraksturinn.