Íslenskur ljósmyndari hannar stuttermaboli Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2013 09:30 Óskar Hallgrímsson er ljósmyndari og nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Skari, eins og hann er kallaður, hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku en hingað til verið hinum meginn við linsuna í tískuheiminum. Hann hefur unnið fyrir ýmsa hönnuði og meðal annars myndað auglýsingaherferð fyrir Andersen & Lauth. Í desember fékk Óskar þá flugu í höfuðuð að prenta stuttermaboli undir nafninu ANGUR með mynd af hauskúpu sem hann hannaði sjálfur. Það verkefni gekk vonum framar og Óskar hefur sig allan við að framleiða boli þessa dagana til að mæta eftirspurn.,,Hugmyndin af bolunum kom út frá þessari hauskúpumynd sem ég teiknaði í tíma í skólanum þar sem verkefnið var að búa til plaggat fyrir leikritið Hamlet. Í desember var svo jólamarkaður í Listaháskólanum og ég ákvað bara að slá til og framleiddi nokkra boli með hauskúpunni áprentaðri og prófaði að selja þá þar. Þeir seldust upp á örfáum klukkutímum, fólk tók virkilega vel í þetta. Ég gerði fleiri boli og þeir seldust allir upp líka, svo ég hélt bara áfram að framleiða þá og er allur í þessu núna", segir Skari.Skari hefur prófað sig áfram og prentað á bæði peysur og skyrtur. Hann stefnir á að gera meira af því á næstunni.Framleiðir þú bolina á Íslandi? ,,Heldur betur, ég er með vinnustofu á Laugavegi 25, 3 hæð, þar sem ég prenta og sel fötin. Ég geri þetta allt í höndunum, en myndin er prentuð á bolinn með silkiprenti og er svo pressuð með hita".Eru fleiri járn í eldinum hjá ANGUR? ,,Viðbrögðin hafa verið frábær, það góð að ég ætla að fara með þetta eitthvað mun lengra og er á fullu að vinna að nýjum hönnunum. Mig langar að vera með fjölbreyttara úrval og ætla að vera kominn með derhúfur og peysur innan skamms. Ég stefni að fara í samstarf við fatahönnuð, þar sem mín hönnun er aðalega grafísk. Ég held að það gæti verið algjör snilld". Hægt er að panta boli og fylgjast með Angur á Facebook.Óskari Hallgrímssyni er margt til lista lagt.Ein týpa af bolum Óskars. Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Óskar Hallgrímsson er ljósmyndari og nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Skari, eins og hann er kallaður, hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku en hingað til verið hinum meginn við linsuna í tískuheiminum. Hann hefur unnið fyrir ýmsa hönnuði og meðal annars myndað auglýsingaherferð fyrir Andersen & Lauth. Í desember fékk Óskar þá flugu í höfuðuð að prenta stuttermaboli undir nafninu ANGUR með mynd af hauskúpu sem hann hannaði sjálfur. Það verkefni gekk vonum framar og Óskar hefur sig allan við að framleiða boli þessa dagana til að mæta eftirspurn.,,Hugmyndin af bolunum kom út frá þessari hauskúpumynd sem ég teiknaði í tíma í skólanum þar sem verkefnið var að búa til plaggat fyrir leikritið Hamlet. Í desember var svo jólamarkaður í Listaháskólanum og ég ákvað bara að slá til og framleiddi nokkra boli með hauskúpunni áprentaðri og prófaði að selja þá þar. Þeir seldust upp á örfáum klukkutímum, fólk tók virkilega vel í þetta. Ég gerði fleiri boli og þeir seldust allir upp líka, svo ég hélt bara áfram að framleiða þá og er allur í þessu núna", segir Skari.Skari hefur prófað sig áfram og prentað á bæði peysur og skyrtur. Hann stefnir á að gera meira af því á næstunni.Framleiðir þú bolina á Íslandi? ,,Heldur betur, ég er með vinnustofu á Laugavegi 25, 3 hæð, þar sem ég prenta og sel fötin. Ég geri þetta allt í höndunum, en myndin er prentuð á bolinn með silkiprenti og er svo pressuð með hita".Eru fleiri járn í eldinum hjá ANGUR? ,,Viðbrögðin hafa verið frábær, það góð að ég ætla að fara með þetta eitthvað mun lengra og er á fullu að vinna að nýjum hönnunum. Mig langar að vera með fjölbreyttara úrval og ætla að vera kominn með derhúfur og peysur innan skamms. Ég stefni að fara í samstarf við fatahönnuð, þar sem mín hönnun er aðalega grafísk. Ég held að það gæti verið algjör snilld". Hægt er að panta boli og fylgjast með Angur á Facebook.Óskari Hallgrímssyni er margt til lista lagt.Ein týpa af bolum Óskars.
Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira