Gunnar: Minn erfiðasti bardagi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. febrúar 2013 11:25 Gunnar í bardaganum gegn Santiago um helgina. Nordic Photos / Getty Images Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. „Þetta var þokkalega öruggt og enginn vafi hjá þeim sem þekkja til þegar dómaraúrskurðurinn kom," sagði Gunnar en viðtalið er væntanlegt inn á íþróttavef Vísis síðar í dag. „Mér fannst ég alltaf vera að vinna mig nær og nær honum. Ég var byrjaður að lesa hann betur, þó svo að ég hafi ekki náð að klára hann á þessum þremur lotum. Ég var orðinn dauðþreyttur," sagði Gunnar. „En í þetta sinn var tíminn ekki nægur." Hann segir að bardaginn gegn Santiago hafi verið sinn erfiðasti á ferlinum. „Já, það er óhætt að orða það þannig - þó svo að ég hafi áður farið í erfiða bardaga." Gunnar segist ekki eyða miklum tíma í að skoða andstæðinga sína. „Ég leit vissulega á hann og ég hafði séð hann berjast áður. En ég ligg yfirleitt ekki yfir mínum andstæðingum og spái frekar í því hvað ég er að gera." „Það getur vissulega verið ágætt að stúdera andstæðingana sína en mér finnst bara hitt skemmtilegra. Ég fylgist með sportinu á minn hátt og horfi á aðra bardaga. En svo geta andstæðingar líka breyst allt í einu og maður hefur ekkert vald yfir því." Hann segir óvíst hvenær hann berjist næst. „Það er oft miðað við fjóra mánuði á milli bardaga en eins og er algjörlega óráðið hvaða andstæðing ég fæ næst. En það er nóg af strákum þarna úti." „Mér finnst líklegra að ég berjist aftur í Evrópu næst, þar sem ég er talsvert þekktari þar en í Bandaríkjunum. Ég á þó eftur að berjast í Bandaríkjunum einhvern tíman, það er ekki spurning." Íþróttir Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Sjá meira
Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. „Þetta var þokkalega öruggt og enginn vafi hjá þeim sem þekkja til þegar dómaraúrskurðurinn kom," sagði Gunnar en viðtalið er væntanlegt inn á íþróttavef Vísis síðar í dag. „Mér fannst ég alltaf vera að vinna mig nær og nær honum. Ég var byrjaður að lesa hann betur, þó svo að ég hafi ekki náð að klára hann á þessum þremur lotum. Ég var orðinn dauðþreyttur," sagði Gunnar. „En í þetta sinn var tíminn ekki nægur." Hann segir að bardaginn gegn Santiago hafi verið sinn erfiðasti á ferlinum. „Já, það er óhætt að orða það þannig - þó svo að ég hafi áður farið í erfiða bardaga." Gunnar segist ekki eyða miklum tíma í að skoða andstæðinga sína. „Ég leit vissulega á hann og ég hafði séð hann berjast áður. En ég ligg yfirleitt ekki yfir mínum andstæðingum og spái frekar í því hvað ég er að gera." „Það getur vissulega verið ágætt að stúdera andstæðingana sína en mér finnst bara hitt skemmtilegra. Ég fylgist með sportinu á minn hátt og horfi á aðra bardaga. En svo geta andstæðingar líka breyst allt í einu og maður hefur ekkert vald yfir því." Hann segir óvíst hvenær hann berjist næst. „Það er oft miðað við fjóra mánuði á milli bardaga en eins og er algjörlega óráðið hvaða andstæðing ég fæ næst. En það er nóg af strákum þarna úti." „Mér finnst líklegra að ég berjist aftur í Evrópu næst, þar sem ég er talsvert þekktari þar en í Bandaríkjunum. Ég á þó eftur að berjast í Bandaríkjunum einhvern tíman, það er ekki spurning."
Íþróttir Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Sjá meira