Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2013 00:01 Mynd/Nordic Photos/Getty Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. Gunnar Nelson átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi bardagans en þegar leið á fyrstu lotu kom hann sér meira inn í bardagann og endaði lotan nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum og það var Íslendingurinn Gunnar Nelson en hann gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekið.Brassinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára bardagann í annarri lotu. Santiago þraukaði og því héldu þeir áfram. Í þriðju lotu var Santiago alveg búinn á því og átti erfitt með að fóta sig. Gunnar var einnig orðinn þreyttur en sást minna á Íslendingnum. Gunnar var töluvert sterkari í lokalotunni og vann að lokum öruggan sigur en dómarar bardagans dæmdu Gunnari einróma sigur og það örugglega. Gunnar Nelson er heldur betur kominn á sviðið í UFC og fer að verða eitt stærsta nafnið í veltivigt í heiminum. Magnaður árangur hjá Íslendingnum.Hér að neðan má sjá textalýsingu frá bardaganum í kvöld:Niðurstaðan: Gunnar Nelson vann bardagann með miklum yfirburðum að mati dómara bardagans. Allir þrír dómarar bardagans dæmdu Gunnari í vil. Frábær sigur hjá okkur manni. Hann sýndi nýja takta í kvöld og boxaði mikið við Santiago en áður hefur hann verið meira í gólfinu og glímt við andstæðinga sína.3. lota: Santiago var nokkuð öflugur rétt undir lok bardagans og tók á sig nokkur högg. Bardaginn er búinn og nú bíðum við eftir niðurstöðunni.3. lota: Gunnar Nelson er að standa sig gríðarlega vel gegn þessum andstæðing, lítið eftir og líklega nær hann ekki að rota Santiago.3. lota: Lotan byrjar rólega en Santiago er alveg búinn á því. Þreytan er farinn að ná völdunum á andstæðing Gunnars.2. lota: Gunnar Nelson tók þessa lota með gríðarlegum yfirburðum. Frábær lota. En þetta er ekki búið.2. lota: Gunnar liggur núna ofan á Santiago og kýlir hann í andlitið. Þetta er hans lota. Það er á hreinu.2. lota: Gunnar náði þungum vinstri krók í Santiago, þetta lítur betur út núna.1. lota: Santiago var líklega betri í fyrstu lotu og þú þarf Gunnar að spýta í lófana.1. lota: Gunnar var að ná Santiago á gólfið og þeir glíma núna.1. lota: Gunnar að fá þung högg á sig í fyrstu lotu. Andstæðingurinn er stærri.Fyrir bardagann: Bruce Buffer er núna að kynna drengina til leiks. Það er allt að verða vitlaust í Wembley Arena.Fyrir bardagann: Gunnar Nelson er að ganga inn í salinn með sitt venjulega þemalag með Hjálmum. Strákurinn er pollrólegur og ekki vott af stressi í augunum á okkar manni. Þetta er að fara í gang!!Fyrir bardagann: Nú fer að styttast í okkar mann. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessu einvígi. Þetta er tækifærið fyrir Gunnar Nelson til að koma sér á kortið í UFC sem einn af bestu bardagaköppum jarðarinnar.Fyrir bardagann: Spennan er að magnast en það eru aðeins einn bardagi á milli þangað til að okkar maður stígur á stóra sviðið.Fyrir bardagann: Fyrsti bardagi kvöldsins er virkilega skemmtilegur og menn berjast til síðasta blóðdropa. Hann er því enn í gangi og gæti seinkað bardaga Gunnars örlítið.Fyrir bardagann: Jæja þá er útsendingin byrjuð og fyrsti bardagi kvöldsins að hefjast. Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. Gunnar Nelson átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi bardagans en þegar leið á fyrstu lotu kom hann sér meira inn í bardagann og endaði lotan nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum og það var Íslendingurinn Gunnar Nelson en hann gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekið.Brassinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára bardagann í annarri lotu. Santiago þraukaði og því héldu þeir áfram. Í þriðju lotu var Santiago alveg búinn á því og átti erfitt með að fóta sig. Gunnar var einnig orðinn þreyttur en sást minna á Íslendingnum. Gunnar var töluvert sterkari í lokalotunni og vann að lokum öruggan sigur en dómarar bardagans dæmdu Gunnari einróma sigur og það örugglega. Gunnar Nelson er heldur betur kominn á sviðið í UFC og fer að verða eitt stærsta nafnið í veltivigt í heiminum. Magnaður árangur hjá Íslendingnum.Hér að neðan má sjá textalýsingu frá bardaganum í kvöld:Niðurstaðan: Gunnar Nelson vann bardagann með miklum yfirburðum að mati dómara bardagans. Allir þrír dómarar bardagans dæmdu Gunnari í vil. Frábær sigur hjá okkur manni. Hann sýndi nýja takta í kvöld og boxaði mikið við Santiago en áður hefur hann verið meira í gólfinu og glímt við andstæðinga sína.3. lota: Santiago var nokkuð öflugur rétt undir lok bardagans og tók á sig nokkur högg. Bardaginn er búinn og nú bíðum við eftir niðurstöðunni.3. lota: Gunnar Nelson er að standa sig gríðarlega vel gegn þessum andstæðing, lítið eftir og líklega nær hann ekki að rota Santiago.3. lota: Lotan byrjar rólega en Santiago er alveg búinn á því. Þreytan er farinn að ná völdunum á andstæðing Gunnars.2. lota: Gunnar Nelson tók þessa lota með gríðarlegum yfirburðum. Frábær lota. En þetta er ekki búið.2. lota: Gunnar liggur núna ofan á Santiago og kýlir hann í andlitið. Þetta er hans lota. Það er á hreinu.2. lota: Gunnar náði þungum vinstri krók í Santiago, þetta lítur betur út núna.1. lota: Santiago var líklega betri í fyrstu lotu og þú þarf Gunnar að spýta í lófana.1. lota: Gunnar var að ná Santiago á gólfið og þeir glíma núna.1. lota: Gunnar að fá þung högg á sig í fyrstu lotu. Andstæðingurinn er stærri.Fyrir bardagann: Bruce Buffer er núna að kynna drengina til leiks. Það er allt að verða vitlaust í Wembley Arena.Fyrir bardagann: Gunnar Nelson er að ganga inn í salinn með sitt venjulega þemalag með Hjálmum. Strákurinn er pollrólegur og ekki vott af stressi í augunum á okkar manni. Þetta er að fara í gang!!Fyrir bardagann: Nú fer að styttast í okkar mann. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessu einvígi. Þetta er tækifærið fyrir Gunnar Nelson til að koma sér á kortið í UFC sem einn af bestu bardagaköppum jarðarinnar.Fyrir bardagann: Spennan er að magnast en það eru aðeins einn bardagi á milli þangað til að okkar maður stígur á stóra sviðið.Fyrir bardagann: Fyrsti bardagi kvöldsins er virkilega skemmtilegur og menn berjast til síðasta blóðdropa. Hann er því enn í gangi og gæti seinkað bardaga Gunnars örlítið.Fyrir bardagann: Jæja þá er útsendingin byrjuð og fyrsti bardagi kvöldsins að hefjast.
Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira