Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2013 00:01 Mynd/Nordic Photos/Getty Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. Gunnar Nelson átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi bardagans en þegar leið á fyrstu lotu kom hann sér meira inn í bardagann og endaði lotan nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum og það var Íslendingurinn Gunnar Nelson en hann gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekið.Brassinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára bardagann í annarri lotu. Santiago þraukaði og því héldu þeir áfram. Í þriðju lotu var Santiago alveg búinn á því og átti erfitt með að fóta sig. Gunnar var einnig orðinn þreyttur en sást minna á Íslendingnum. Gunnar var töluvert sterkari í lokalotunni og vann að lokum öruggan sigur en dómarar bardagans dæmdu Gunnari einróma sigur og það örugglega. Gunnar Nelson er heldur betur kominn á sviðið í UFC og fer að verða eitt stærsta nafnið í veltivigt í heiminum. Magnaður árangur hjá Íslendingnum.Hér að neðan má sjá textalýsingu frá bardaganum í kvöld:Niðurstaðan: Gunnar Nelson vann bardagann með miklum yfirburðum að mati dómara bardagans. Allir þrír dómarar bardagans dæmdu Gunnari í vil. Frábær sigur hjá okkur manni. Hann sýndi nýja takta í kvöld og boxaði mikið við Santiago en áður hefur hann verið meira í gólfinu og glímt við andstæðinga sína.3. lota: Santiago var nokkuð öflugur rétt undir lok bardagans og tók á sig nokkur högg. Bardaginn er búinn og nú bíðum við eftir niðurstöðunni.3. lota: Gunnar Nelson er að standa sig gríðarlega vel gegn þessum andstæðing, lítið eftir og líklega nær hann ekki að rota Santiago.3. lota: Lotan byrjar rólega en Santiago er alveg búinn á því. Þreytan er farinn að ná völdunum á andstæðing Gunnars.2. lota: Gunnar Nelson tók þessa lota með gríðarlegum yfirburðum. Frábær lota. En þetta er ekki búið.2. lota: Gunnar liggur núna ofan á Santiago og kýlir hann í andlitið. Þetta er hans lota. Það er á hreinu.2. lota: Gunnar náði þungum vinstri krók í Santiago, þetta lítur betur út núna.1. lota: Santiago var líklega betri í fyrstu lotu og þú þarf Gunnar að spýta í lófana.1. lota: Gunnar var að ná Santiago á gólfið og þeir glíma núna.1. lota: Gunnar að fá þung högg á sig í fyrstu lotu. Andstæðingurinn er stærri.Fyrir bardagann: Bruce Buffer er núna að kynna drengina til leiks. Það er allt að verða vitlaust í Wembley Arena.Fyrir bardagann: Gunnar Nelson er að ganga inn í salinn með sitt venjulega þemalag með Hjálmum. Strákurinn er pollrólegur og ekki vott af stressi í augunum á okkar manni. Þetta er að fara í gang!!Fyrir bardagann: Nú fer að styttast í okkar mann. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessu einvígi. Þetta er tækifærið fyrir Gunnar Nelson til að koma sér á kortið í UFC sem einn af bestu bardagaköppum jarðarinnar.Fyrir bardagann: Spennan er að magnast en það eru aðeins einn bardagi á milli þangað til að okkar maður stígur á stóra sviðið.Fyrir bardagann: Fyrsti bardagi kvöldsins er virkilega skemmtilegur og menn berjast til síðasta blóðdropa. Hann er því enn í gangi og gæti seinkað bardaga Gunnars örlítið.Fyrir bardagann: Jæja þá er útsendingin byrjuð og fyrsti bardagi kvöldsins að hefjast. Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. Gunnar Nelson átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi bardagans en þegar leið á fyrstu lotu kom hann sér meira inn í bardagann og endaði lotan nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum og það var Íslendingurinn Gunnar Nelson en hann gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekið.Brassinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára bardagann í annarri lotu. Santiago þraukaði og því héldu þeir áfram. Í þriðju lotu var Santiago alveg búinn á því og átti erfitt með að fóta sig. Gunnar var einnig orðinn þreyttur en sást minna á Íslendingnum. Gunnar var töluvert sterkari í lokalotunni og vann að lokum öruggan sigur en dómarar bardagans dæmdu Gunnari einróma sigur og það örugglega. Gunnar Nelson er heldur betur kominn á sviðið í UFC og fer að verða eitt stærsta nafnið í veltivigt í heiminum. Magnaður árangur hjá Íslendingnum.Hér að neðan má sjá textalýsingu frá bardaganum í kvöld:Niðurstaðan: Gunnar Nelson vann bardagann með miklum yfirburðum að mati dómara bardagans. Allir þrír dómarar bardagans dæmdu Gunnari í vil. Frábær sigur hjá okkur manni. Hann sýndi nýja takta í kvöld og boxaði mikið við Santiago en áður hefur hann verið meira í gólfinu og glímt við andstæðinga sína.3. lota: Santiago var nokkuð öflugur rétt undir lok bardagans og tók á sig nokkur högg. Bardaginn er búinn og nú bíðum við eftir niðurstöðunni.3. lota: Gunnar Nelson er að standa sig gríðarlega vel gegn þessum andstæðing, lítið eftir og líklega nær hann ekki að rota Santiago.3. lota: Lotan byrjar rólega en Santiago er alveg búinn á því. Þreytan er farinn að ná völdunum á andstæðing Gunnars.2. lota: Gunnar Nelson tók þessa lota með gríðarlegum yfirburðum. Frábær lota. En þetta er ekki búið.2. lota: Gunnar liggur núna ofan á Santiago og kýlir hann í andlitið. Þetta er hans lota. Það er á hreinu.2. lota: Gunnar náði þungum vinstri krók í Santiago, þetta lítur betur út núna.1. lota: Santiago var líklega betri í fyrstu lotu og þú þarf Gunnar að spýta í lófana.1. lota: Gunnar var að ná Santiago á gólfið og þeir glíma núna.1. lota: Gunnar að fá þung högg á sig í fyrstu lotu. Andstæðingurinn er stærri.Fyrir bardagann: Bruce Buffer er núna að kynna drengina til leiks. Það er allt að verða vitlaust í Wembley Arena.Fyrir bardagann: Gunnar Nelson er að ganga inn í salinn með sitt venjulega þemalag með Hjálmum. Strákurinn er pollrólegur og ekki vott af stressi í augunum á okkar manni. Þetta er að fara í gang!!Fyrir bardagann: Nú fer að styttast í okkar mann. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessu einvígi. Þetta er tækifærið fyrir Gunnar Nelson til að koma sér á kortið í UFC sem einn af bestu bardagaköppum jarðarinnar.Fyrir bardagann: Spennan er að magnast en það eru aðeins einn bardagi á milli þangað til að okkar maður stígur á stóra sviðið.Fyrir bardagann: Fyrsti bardagi kvöldsins er virkilega skemmtilegur og menn berjast til síðasta blóðdropa. Hann er því enn í gangi og gæti seinkað bardaga Gunnars örlítið.Fyrir bardagann: Jæja þá er útsendingin byrjuð og fyrsti bardagi kvöldsins að hefjast.
Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira