Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 21-20 Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2013 00:01 FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í FH ávallt einu skrefi á undan. Valsmenn voru samt sem áður gríðarlega ákveðir og fastir fyrir í varnarleiknum. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 4-4. Þá misstu Valsmenn tvö menn útaf með tveggja mínútna brotvísanir og voru því fjórir útispilarar gegn sex en á þeim kafla náðu FH-ingar þriggja marka forystu 7-4. Valsmenn komust aftur inn í leikinn og var staðan 9-8 í hálfleik. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en þá komu fjögur í röð frá FH og þeir breyttu stöðunni í 13-10. FH-ingar voru sterkari næstu tíu mínútur leiksins og voru ávallt skrefinu á undan. Valsmenn voru samt alltaf ákveðnir og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í leiknum. Þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 16-16 og mikil spenna í leiknum. Því næst unnu Valsmenn boltann og Sveinn Aron Sveinsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan var orðin 17-16 fyrir gestina. FH-ingar hrukku þá í gang og komust í 19-18 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Spennan hélst áfram alveg fram til enda en það voru FH-ingar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu eins marks sigur 21-20. Þorbjörn Jensson: Handboltinn snýst ennþá um það sama„Þetta var ágætis leikur og mikið um sterkan varnarleik," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Það sem vantaði uppá hjá okkur var að nýta færin betur. Við fengum alveg heilan helling af góðum færum sem liðið var ekki að notfæra." „Við gerðum markvörðinn hjá FH bara góðan með því að skjóta svona mikið í hann. Varnarleikur okkar sem og markvarsla var til fyrirmyndar og ég hef engar áhyggjur af því, þurfum að bæta okkur sóknarlega núna." „Ég hef ekki verið neitt í kringum handbolta í 12 ár. Íþróttin hefur ekki mikið breyst á þeim tíma, þetta snýst ennþá um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og undirbúa sig fyrir hann." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Logi Geirsson: Ég er að fara massa mig meira upp„Þetta var sannkallaður baráttusigur," sagði Logi Geirsson, eftir sigurinn í kvöld. „Valsmenn eru með gríðarlega sterkan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Þetta hafðist samt í lokin og við náðum að knýja fram gríðarlega mikilvæg tvö stig fyrir úrslitakeppnina." „Við höfum alls ekkert verið að valta yfir andstæðinga okkar og lið ná oft á tíðum að halda í við okkar, en við erum alltaf að spila eftir sömu leikaðferð og höfum trú á henni. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildinni að undanförnu og það mun bara halda áfram." „Ég er komin á fullt í lyftingasalinn og þarf að bæta aðeins á mig. Eftir á Ólafur Gústafsson fór frá liðinu er ég komin með nýtt hlutverk og þá verð ég heldur betur að standa mig."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í FH ávallt einu skrefi á undan. Valsmenn voru samt sem áður gríðarlega ákveðir og fastir fyrir í varnarleiknum. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 4-4. Þá misstu Valsmenn tvö menn útaf með tveggja mínútna brotvísanir og voru því fjórir útispilarar gegn sex en á þeim kafla náðu FH-ingar þriggja marka forystu 7-4. Valsmenn komust aftur inn í leikinn og var staðan 9-8 í hálfleik. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en þá komu fjögur í röð frá FH og þeir breyttu stöðunni í 13-10. FH-ingar voru sterkari næstu tíu mínútur leiksins og voru ávallt skrefinu á undan. Valsmenn voru samt alltaf ákveðnir og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í leiknum. Þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 16-16 og mikil spenna í leiknum. Því næst unnu Valsmenn boltann og Sveinn Aron Sveinsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan var orðin 17-16 fyrir gestina. FH-ingar hrukku þá í gang og komust í 19-18 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Spennan hélst áfram alveg fram til enda en það voru FH-ingar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu eins marks sigur 21-20. Þorbjörn Jensson: Handboltinn snýst ennþá um það sama„Þetta var ágætis leikur og mikið um sterkan varnarleik," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Það sem vantaði uppá hjá okkur var að nýta færin betur. Við fengum alveg heilan helling af góðum færum sem liðið var ekki að notfæra." „Við gerðum markvörðinn hjá FH bara góðan með því að skjóta svona mikið í hann. Varnarleikur okkar sem og markvarsla var til fyrirmyndar og ég hef engar áhyggjur af því, þurfum að bæta okkur sóknarlega núna." „Ég hef ekki verið neitt í kringum handbolta í 12 ár. Íþróttin hefur ekki mikið breyst á þeim tíma, þetta snýst ennþá um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og undirbúa sig fyrir hann." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Logi Geirsson: Ég er að fara massa mig meira upp„Þetta var sannkallaður baráttusigur," sagði Logi Geirsson, eftir sigurinn í kvöld. „Valsmenn eru með gríðarlega sterkan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Þetta hafðist samt í lokin og við náðum að knýja fram gríðarlega mikilvæg tvö stig fyrir úrslitakeppnina." „Við höfum alls ekkert verið að valta yfir andstæðinga okkar og lið ná oft á tíðum að halda í við okkar, en við erum alltaf að spila eftir sömu leikaðferð og höfum trú á henni. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildinni að undanförnu og það mun bara halda áfram." „Ég er komin á fullt í lyftingasalinn og þarf að bæta aðeins á mig. Eftir á Ólafur Gústafsson fór frá liðinu er ég komin með nýtt hlutverk og þá verð ég heldur betur að standa mig."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira