Vivienne Jolie-Pitt, dóttir ofurparsins Angelinu Jolie og Brad Pitt, er aðeins fjögurra ára en er strax farin að græða á tá og fingri.
Vivienne leikur lítið hlutverk með móður sinni í kvikmyndinni Maleficent og fær fyrir það þrjú þúsund dollara á viku, tæplega 386 þúsund krónur.
Mæðgurnar.Angelina leikur aðalhlutverkið í myndinni sem segir hina klassísku sögu um Þyrnirós en myndin kemur í kvikmyndahús á næsta ári.
Angelina í hlutverki sínu í myndinni.Sögur segja að systkini Vivienne, Pax og Zahara, leiki líka í myndinni.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.