Þorbjörn Guðmundsson: Málið dregur úr trúverðugleika lífeyrissjóðakerfisins Magnús Halldórsson skrifar 10. febrúar 2013 18:30 Þorbjörn Guðmundsson. Dómsmál á hendur fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem hagnaðist um 600 milljónir á gjaldeyrisviðskiptum samhliða störfum sínum fyrir sjóðfélaga, er ekki einsdæmi, en embætti sérstaks saksóknara hefur fleiri sambærileg mál til rannsóknar. Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samiðnar og stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða, segir að máli dragi úr trúverðugleika lífeyriskerfisins, en breytingar á verklagsreglum eftir hrun eigi að koma í veg fyrir að starfsmenn lífeyrissjóða stundi stórfelld viðskipti á markaði meðfram störfum sínum fyrir sjóðfélaga. Eftir hrun fjármálakerfisins hafa lífeyrissjóðirnir tekið verklagsrelgur vegna viðskipta starfsmanna sjóðanna föstum tökum, og er þeim óheimilt að stunda viðskipti fyrir eigin reikning samhliða fjárfestingastörfum fyrir lífeyrissjóðanna, án þessa upplýsa stjórn og stjórnarmenn um það. Á föstudaginn var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra á hendur fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem stundaði stórfelld gjaldeyrisviðskipti samhliða störfum sínum fyrir sjóðinn, en hann sá meðal annars um viðskipti er snéru að gjaldmiðlasamningum sjóðsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann er ákærður fyrir að hafa ekki greitt fjármagnstekjuskatt upp á um 60 milljónir. Ólíkt gjaldeyriviðskiptunum sem fyrrverandi starfsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna stundaði, og hagnaðist á um tæplega 600 milljónir á árunum 2006 til 2008, þá töpuðu lífeyrissjóðir landsins miklum peningum á gjaldmiðlasamningum á árunum fyrir hrun. Heildartap lífeyrissjóðanna á gjaldmiðasamningum fyrir hrunið, þar sem ýmist var veðjað á styrkingu eða veikingu krónunnar, nam 40 milljörðum króna, og hafa flestir lífeyrissjóðir landsins bókfært tap af þessum viðskiptum á árunum 2008 til 2010, sem þá var meðal þeirra þátta sem leiddu til skerðingar lífeyris sjóðfélaga. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti það við fréttastofu í dag, að málið sem snýr að fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sé ekki einsdæmi, þar sem fleiri mál, þar sem starfsmenn lífeyrissjóða og eða fjármálafyrirtækja, eru til rannsóknar vegna fjárfestinga fyrir eigin reikning, samhliða störfum þar sem fjárfest er fyrir fé almennings, eru nú til rannsóknar hjá embættinu, og eru mislangt á veg komin. Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða og formaður Samiðnar, segir að dómsmálið sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sé mikið umhugsunarefni fyrir lífeyrissjóðakerfið. „Ég tel að það sé búið að styrkja eftirlit með viðskiptum starfsmanna lífeyrissjóða núna þannig að þetta eigi í reynd ekki að geta gerst. Svona mál draga úr trúverðugleika á lífeyrissjóðunum, og það er alveg ljóst í mínum huga að allir þeir starfsmenn sem vinna við stýringu fjármuna hjá lífeyrissjóðunum geta ekki verið að stunda umfangsmikil viðskipti meðfram þeirri vinnu," sagði Þorbjörn. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Dómsmál á hendur fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem hagnaðist um 600 milljónir á gjaldeyrisviðskiptum samhliða störfum sínum fyrir sjóðfélaga, er ekki einsdæmi, en embætti sérstaks saksóknara hefur fleiri sambærileg mál til rannsóknar. Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samiðnar og stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða, segir að máli dragi úr trúverðugleika lífeyriskerfisins, en breytingar á verklagsreglum eftir hrun eigi að koma í veg fyrir að starfsmenn lífeyrissjóða stundi stórfelld viðskipti á markaði meðfram störfum sínum fyrir sjóðfélaga. Eftir hrun fjármálakerfisins hafa lífeyrissjóðirnir tekið verklagsrelgur vegna viðskipta starfsmanna sjóðanna föstum tökum, og er þeim óheimilt að stunda viðskipti fyrir eigin reikning samhliða fjárfestingastörfum fyrir lífeyrissjóðanna, án þessa upplýsa stjórn og stjórnarmenn um það. Á föstudaginn var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra á hendur fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem stundaði stórfelld gjaldeyrisviðskipti samhliða störfum sínum fyrir sjóðinn, en hann sá meðal annars um viðskipti er snéru að gjaldmiðlasamningum sjóðsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann er ákærður fyrir að hafa ekki greitt fjármagnstekjuskatt upp á um 60 milljónir. Ólíkt gjaldeyriviðskiptunum sem fyrrverandi starfsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna stundaði, og hagnaðist á um tæplega 600 milljónir á árunum 2006 til 2008, þá töpuðu lífeyrissjóðir landsins miklum peningum á gjaldmiðlasamningum á árunum fyrir hrun. Heildartap lífeyrissjóðanna á gjaldmiðasamningum fyrir hrunið, þar sem ýmist var veðjað á styrkingu eða veikingu krónunnar, nam 40 milljörðum króna, og hafa flestir lífeyrissjóðir landsins bókfært tap af þessum viðskiptum á árunum 2008 til 2010, sem þá var meðal þeirra þátta sem leiddu til skerðingar lífeyris sjóðfélaga. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti það við fréttastofu í dag, að málið sem snýr að fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sé ekki einsdæmi, þar sem fleiri mál, þar sem starfsmenn lífeyrissjóða og eða fjármálafyrirtækja, eru til rannsóknar vegna fjárfestinga fyrir eigin reikning, samhliða störfum þar sem fjárfest er fyrir fé almennings, eru nú til rannsóknar hjá embættinu, og eru mislangt á veg komin. Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða og formaður Samiðnar, segir að dómsmálið sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sé mikið umhugsunarefni fyrir lífeyrissjóðakerfið. „Ég tel að það sé búið að styrkja eftirlit með viðskiptum starfsmanna lífeyrissjóða núna þannig að þetta eigi í reynd ekki að geta gerst. Svona mál draga úr trúverðugleika á lífeyrissjóðunum, og það er alveg ljóst í mínum huga að allir þeir starfsmenn sem vinna við stýringu fjármuna hjá lífeyrissjóðunum geta ekki verið að stunda umfangsmikil viðskipti meðfram þeirri vinnu," sagði Þorbjörn.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira