Lífið

Ofurlúði fær yfirhalningu

Leikarinn Jim Parsons er þekktastur fyrir að leika vísindamanninn Sheldon Cooper í sjónvarpsþáttunum The Big Bang Theory. Hann er þó víðsfjarri karakter sínum í nýjasta hefti tímaritsins GQ.

Þessi 39 ára gamli grínari sýnir þar sínar bestu tískuhliðar og er ansi hreint smart þegar hann tekur sig til.

Hress.
Jim hefur unnið til tveggja Emmy-verðlauna og hefur hreppt ein Golden Globe-verðlaun fyrir túlkun sína á Sheldon og er með á hreinu hverju maður á ekki að klæðast á verðlaunahátíð.

"Karlmaður ætti aldrei að vera í stuttermabol á verðlaunahátíð. Tja, nema þú fílir að vanvirða jafningja þína, þá sem þú vinnur með og þér eldri menn. Kýldu þá á það," segir hann. Hann bætir við að það sé erfitt að taka tapi vel.

Svalur.
"Ég brosi, kinka kolli til samþykkis og klappa. Andlitið á mér titrar í lok kvölds því ég brosi svo mikið þannig að mig langar alltaf að leggja mig eftir svona athöfn."

Allir elska Sheldon.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×