Fjármálaráðuneytið um stöðugleikann: Sveiflan tvöfalt meiri á Íslandi en í ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. febrúar 2013 15:47 Hagvöxtur hefur verið svipaður á Íslandi og í Evrópusambandinu frá árinu 1960. Sveiflur í hagkerfinu hafa hins vegar verið tvöfalt meiri á Íslandi á þessum tíma en í ESB. Þetta kemur fram í nýju vefriti fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem kom út í dag. Í vefritinu segir að íslenski efnahagsvandinn endurspeglist því aðallega í óhóflegum sveiflum fremur en í litlum hagvexti undanfarna áratugi. Fjöldi rannsókna styðji þetta enda séu augljósir kerfislegir veikleikar til staðar í hagkerfinu. Útflutningsframleiðslan sé fábreytt með sjávarafurðir og ál sem undirstöðu. Í rannsókn frá McKinsey & Company árið 2012 sé bent á lága framleiðni vinnuafls í þjónustugeiranum og lága arðsemi í orkugeiranum sem helstu hindranir hagvaxtar. Að auki geti skorður við auðlindanotkun í helstu útflutningsgreinum, landfræðileg staða landsins, stærð þess og menntunarstig hamlað hagvexti. Þessu til viðbótar megi nefna óleyst vandamál frá bankahruninu 2008, t.a.m. fjármagnshöftin sem virki letjandi á hagvöxt. Veikleika íslenska hagkerfisins má því einna helst tengja við óstöðugleika, auk aðstæðna á fjármálamarkaði og smæðar markaðarins. Staðan á fjármálamarkaði, t.a.m. hvað varðar fjármagnshöft, er afleiðing hrunsins og aðstæðna á erlendum fjármálamörkuðum. Hvað varðar stærð markaðarins er ólíklegt að nokkuð geti breyst í þeim efnum á skömmum tíma. Þjóðhagslegar aðstæður eru hins vegar nokkuð sem má bæta og gæti skilað sér í minni þjóðhagslegum sveiflum og betra rekstrarumhverfi, ef vel tekst til. Þá segir fjármálaráðuneytið að fyrir utan opinber fjármál, séu gengisstöðugleiki og staða raungengisins þau atriði sem skipti grundvallarmáli. Skarpt fall gengis krónunnar hrunárið 2008 hafi gjörbreytt verðlagi hér á landi. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira
Hagvöxtur hefur verið svipaður á Íslandi og í Evrópusambandinu frá árinu 1960. Sveiflur í hagkerfinu hafa hins vegar verið tvöfalt meiri á Íslandi á þessum tíma en í ESB. Þetta kemur fram í nýju vefriti fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem kom út í dag. Í vefritinu segir að íslenski efnahagsvandinn endurspeglist því aðallega í óhóflegum sveiflum fremur en í litlum hagvexti undanfarna áratugi. Fjöldi rannsókna styðji þetta enda séu augljósir kerfislegir veikleikar til staðar í hagkerfinu. Útflutningsframleiðslan sé fábreytt með sjávarafurðir og ál sem undirstöðu. Í rannsókn frá McKinsey & Company árið 2012 sé bent á lága framleiðni vinnuafls í þjónustugeiranum og lága arðsemi í orkugeiranum sem helstu hindranir hagvaxtar. Að auki geti skorður við auðlindanotkun í helstu útflutningsgreinum, landfræðileg staða landsins, stærð þess og menntunarstig hamlað hagvexti. Þessu til viðbótar megi nefna óleyst vandamál frá bankahruninu 2008, t.a.m. fjármagnshöftin sem virki letjandi á hagvöxt. Veikleika íslenska hagkerfisins má því einna helst tengja við óstöðugleika, auk aðstæðna á fjármálamarkaði og smæðar markaðarins. Staðan á fjármálamarkaði, t.a.m. hvað varðar fjármagnshöft, er afleiðing hrunsins og aðstæðna á erlendum fjármálamörkuðum. Hvað varðar stærð markaðarins er ólíklegt að nokkuð geti breyst í þeim efnum á skömmum tíma. Þjóðhagslegar aðstæður eru hins vegar nokkuð sem má bæta og gæti skilað sér í minni þjóðhagslegum sveiflum og betra rekstrarumhverfi, ef vel tekst til. Þá segir fjármálaráðuneytið að fyrir utan opinber fjármál, séu gengisstöðugleiki og staða raungengisins þau atriði sem skipti grundvallarmáli. Skarpt fall gengis krónunnar hrunárið 2008 hafi gjörbreytt verðlagi hér á landi.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira