Lífið

Nýr veitingastaður opnar á Hótel Borg

Ellý Ármanns skrifar
Fjölmenni mætti á Borgina í kvöld sem er nýr veitingastaður í hjarta Reykjavíkur, á Hótel Borg.
Fjölmenni mætti á Borgina í kvöld sem er nýr veitingastaður í hjarta Reykjavíkur, á Hótel Borg.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í kvöld þegar veitingamennirnir Völundur Snær Völundarson og Haukur Víðisson opnuðu formlega stórglæsilegan veitingastað á Hótel Borg sem ber heitið Borgin. Veitingastaðurinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar sem innanhússarkitektinn Hanna Stína sá um.

Meistarakokkurinn Völundur Snær sem flutti ásamt Þóru Sigurðardóttur eiginkonu sinni og tveimur börnum frá Bahamaeyjum á síðasta ári er þekktur fyrir að leggja höfuðáherslu á yfirburða gæði og ekki síður hugmyndaauðgi í því úrvali gómsætra rétta sem hann matreiðir og það sást greinilega á réttunum sem Borgin hefur upp á að bjóða.

Borgin á Facebook.

Hjónin Þóra Sigurðardóttir rithöfundur og Völundur Snær Völundarson einn af eigendum staðarins.
Björg Eiðsdóttir ritstjóri, Birna Björnsdóttir athafnakona, Dögg Gunnarsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona.
Eins og sjá má í myndasafni var frábær stemning í opnuninni þar sem engu var til sparað.
Marta María Jónasdóttir ritstjóri og Svana Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×