Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 29-24 Elvar Geir Magnússon skrifar 21. febrúar 2013 14:23 Mynd/Valli Sigurganga FH-inga heldur áfram en liðið vann 29-24 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið er á hörkusiglingu og var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. FH er fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Haukum sem eru efstir. ÍR-ingum hefur eignig vegnað vel að undanförnu en einhver útivallagrýla herjar á liðið og gengur Breiðhyltingum mun betur á heimavelli. Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Heimamenn byrjuðu betur en þá duttu gestirnir í svakalegan gír. ÍR náði 8-1 kafla og tóku heimamenn þá leikhlé. Staðan í hálfleik var 12-12 en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem voru betri og unnu á endanum verðskuldaðan fimm marka sigur. Björgvin Hólmgeirsson hélt ÍR-ingum inni í leiknum en betur má ef duga skal. Spilamennska ÍR alltof kaflaskipt í dag. Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk fyrir FH og þeir Logi Geirsson og Þorkell Magnússon gerðu 5 mörk hvor. Hjá ÍR var Björgvin lang atkvæðamestur með 11 mörk.Sturla: Við klúðruðum þessu"Mér fannst við fara illa að ráði okkar þegar leið á leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. "Við hefðum getað komist 3-4 mörkum yfir í lok fyrri hálfleiks en klúðruðum og þeir komust inn í leikinn. Svo mætum við ekki tilbúnir og missum þá fram úr. Við gerum röð af mistökum og þá var þetta orðið mjög erfitt." "Þegar það þarf að vinna upp svona forskot má ekkert klikka. Þeir voru bara betri í dag. Við klúðruðum þessu og þeir nýttu sér það. Þetta var bara öruggur fimm marka sigur hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það" "Þetta var alltof sveiflukennt. Við erum búnir að spila mjög vel á heimavelli í vetur en bara búnir að vinna einn útileik. Það er bara mjög dapurt og eithvað sem við þurfum að bæta. Engu að síður finnst mér leikur okkar hafa batnað þegar liðið hefur á veturinn. Nú er bara að halda áfram og ná í eins mörg stig og mögulegt er." "FH-ingar hafa verið að spila mjög vel og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa í Kaplakrikanum. En þegar við skoðum leikinn hefðum við getað gert betur og haft þetta spennandi í lokin."Ásbjörn: Bætast 30-50 við með hverjum sigurleik "Sjálfstraustið er gott og eins og sást í kvöld þá erum við góðir þegar við höldum okkur innan okkar leikskipulags," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Þegar við fórum utan leikskipulagsins voru þeir fljótir að byggja upp smá forskot. Um leið og við komumst aftur inn í skipulagið söxuðum við á þetta og komumst svo aftur yfir." "Einar Andri benti okkur á hvað við vorum að gera rangt í fyrri hálfleik. Um leið og við létum boltann fljóta og hættum þessari óþolinmæði þá gekk sóknarleikurinn. Svo hlupum við hraðaupphlaupin illa í fyrri hálfleik." "Það var gaman að spila þennan leik. Það var fullt af áhorfendum frá útiliðinu, en samt miklu fleiri FH-ingar. Með hverjum sigurleiknum bætast við 30-50 FH-ingar í stúkuna. Við þurfum að halda áfram að vinna til að fá fullt hús í úrslitakeppninni. Það er æðislegt að spila hérna þegar það er full stúka öðru megin. Vonandi þarf að fara að draga út stúkuna hinumegin." Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Sigurganga FH-inga heldur áfram en liðið vann 29-24 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið er á hörkusiglingu og var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. FH er fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Haukum sem eru efstir. ÍR-ingum hefur eignig vegnað vel að undanförnu en einhver útivallagrýla herjar á liðið og gengur Breiðhyltingum mun betur á heimavelli. Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Heimamenn byrjuðu betur en þá duttu gestirnir í svakalegan gír. ÍR náði 8-1 kafla og tóku heimamenn þá leikhlé. Staðan í hálfleik var 12-12 en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem voru betri og unnu á endanum verðskuldaðan fimm marka sigur. Björgvin Hólmgeirsson hélt ÍR-ingum inni í leiknum en betur má ef duga skal. Spilamennska ÍR alltof kaflaskipt í dag. Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk fyrir FH og þeir Logi Geirsson og Þorkell Magnússon gerðu 5 mörk hvor. Hjá ÍR var Björgvin lang atkvæðamestur með 11 mörk.Sturla: Við klúðruðum þessu"Mér fannst við fara illa að ráði okkar þegar leið á leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. "Við hefðum getað komist 3-4 mörkum yfir í lok fyrri hálfleiks en klúðruðum og þeir komust inn í leikinn. Svo mætum við ekki tilbúnir og missum þá fram úr. Við gerum röð af mistökum og þá var þetta orðið mjög erfitt." "Þegar það þarf að vinna upp svona forskot má ekkert klikka. Þeir voru bara betri í dag. Við klúðruðum þessu og þeir nýttu sér það. Þetta var bara öruggur fimm marka sigur hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það" "Þetta var alltof sveiflukennt. Við erum búnir að spila mjög vel á heimavelli í vetur en bara búnir að vinna einn útileik. Það er bara mjög dapurt og eithvað sem við þurfum að bæta. Engu að síður finnst mér leikur okkar hafa batnað þegar liðið hefur á veturinn. Nú er bara að halda áfram og ná í eins mörg stig og mögulegt er." "FH-ingar hafa verið að spila mjög vel og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa í Kaplakrikanum. En þegar við skoðum leikinn hefðum við getað gert betur og haft þetta spennandi í lokin."Ásbjörn: Bætast 30-50 við með hverjum sigurleik "Sjálfstraustið er gott og eins og sást í kvöld þá erum við góðir þegar við höldum okkur innan okkar leikskipulags," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Þegar við fórum utan leikskipulagsins voru þeir fljótir að byggja upp smá forskot. Um leið og við komumst aftur inn í skipulagið söxuðum við á þetta og komumst svo aftur yfir." "Einar Andri benti okkur á hvað við vorum að gera rangt í fyrri hálfleik. Um leið og við létum boltann fljóta og hættum þessari óþolinmæði þá gekk sóknarleikurinn. Svo hlupum við hraðaupphlaupin illa í fyrri hálfleik." "Það var gaman að spila þennan leik. Það var fullt af áhorfendum frá útiliðinu, en samt miklu fleiri FH-ingar. Með hverjum sigurleiknum bætast við 30-50 FH-ingar í stúkuna. Við þurfum að halda áfram að vinna til að fá fullt hús í úrslitakeppninni. Það er æðislegt að spila hérna þegar það er full stúka öðru megin. Vonandi þarf að fara að draga út stúkuna hinumegin."
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni