Heitustu herratrendin í sumar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 09:30 Árið 2013 er spennandi í tískuheiminum og gefur herratískan dömutískunni ekkert eftir. Pönkið sem hefur verið vinsælt síðustu misseri víkur fyrir einfaldari flíkum, klassískum peysum, sterkum litum og fatnaði í fínni kantinum. Lífið fékk Helga Ómarsson, ljósmyndara, bloggara og tískuspekúlant til að segja okkur frá heitustu herratrendum sumarsins.Neonlitir: Neonlitirnir hafa ekki verið áberandi síðustu ár en eru núna að koma ótrúlega sterkir inn. Á sýningarpöllunum sáum við mikið af jakkafötum, útiflíkum, peysum og skyrtum í öllum regnbogans litum. Sterkir og skærir litir verða flottir innan undir einfaldar flíkur, jafnvel peysa í fallegum lit undir jakkaföt. Ég er persónulega ekki viss um að ég treysti mér í þetta trend, en það er þó fallegt fyrir augað. Litir hitta alltaf í mark.Fínn klæðnaður og stuttar buxur: Það var mjög áhugavert að sjá hvert módelið á fætur öðru ganga niður sýningarpallana í stuttbuxum, en það trend mun tröllríða öllu í sumar. Hvort sem þær eru við jakkaföt eða fínar og litríkar stuttbuxur eins og við erum vön. Ég fíla þetta trend í botn!Skaterboy tískan: Bomberjakkar, derhúfur og skyrtur eiga eftir að vera mjög áberandi í sumar. Flíkur með hermanna - og dýramynstri hafa verið að koma sterkt inn síðustu mánuði og verða mjög sýnilegar í sumar. Merki eins og Samsøe Samsøe, ACNE, BOY, Rascals og Topman eru ofarlega í þessum stíl og er gaman að fylgjast með nýju sumarvörunum koma í búðirnar. Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Árið 2013 er spennandi í tískuheiminum og gefur herratískan dömutískunni ekkert eftir. Pönkið sem hefur verið vinsælt síðustu misseri víkur fyrir einfaldari flíkum, klassískum peysum, sterkum litum og fatnaði í fínni kantinum. Lífið fékk Helga Ómarsson, ljósmyndara, bloggara og tískuspekúlant til að segja okkur frá heitustu herratrendum sumarsins.Neonlitir: Neonlitirnir hafa ekki verið áberandi síðustu ár en eru núna að koma ótrúlega sterkir inn. Á sýningarpöllunum sáum við mikið af jakkafötum, útiflíkum, peysum og skyrtum í öllum regnbogans litum. Sterkir og skærir litir verða flottir innan undir einfaldar flíkur, jafnvel peysa í fallegum lit undir jakkaföt. Ég er persónulega ekki viss um að ég treysti mér í þetta trend, en það er þó fallegt fyrir augað. Litir hitta alltaf í mark.Fínn klæðnaður og stuttar buxur: Það var mjög áhugavert að sjá hvert módelið á fætur öðru ganga niður sýningarpallana í stuttbuxum, en það trend mun tröllríða öllu í sumar. Hvort sem þær eru við jakkaföt eða fínar og litríkar stuttbuxur eins og við erum vön. Ég fíla þetta trend í botn!Skaterboy tískan: Bomberjakkar, derhúfur og skyrtur eiga eftir að vera mjög áberandi í sumar. Flíkur með hermanna - og dýramynstri hafa verið að koma sterkt inn síðustu mánuði og verða mjög sýnilegar í sumar. Merki eins og Samsøe Samsøe, ACNE, BOY, Rascals og Topman eru ofarlega í þessum stíl og er gaman að fylgjast með nýju sumarvörunum koma í búðirnar.
Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira