Heitustu herratrendin í sumar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 09:30 Árið 2013 er spennandi í tískuheiminum og gefur herratískan dömutískunni ekkert eftir. Pönkið sem hefur verið vinsælt síðustu misseri víkur fyrir einfaldari flíkum, klassískum peysum, sterkum litum og fatnaði í fínni kantinum. Lífið fékk Helga Ómarsson, ljósmyndara, bloggara og tískuspekúlant til að segja okkur frá heitustu herratrendum sumarsins.Neonlitir: Neonlitirnir hafa ekki verið áberandi síðustu ár en eru núna að koma ótrúlega sterkir inn. Á sýningarpöllunum sáum við mikið af jakkafötum, útiflíkum, peysum og skyrtum í öllum regnbogans litum. Sterkir og skærir litir verða flottir innan undir einfaldar flíkur, jafnvel peysa í fallegum lit undir jakkaföt. Ég er persónulega ekki viss um að ég treysti mér í þetta trend, en það er þó fallegt fyrir augað. Litir hitta alltaf í mark.Fínn klæðnaður og stuttar buxur: Það var mjög áhugavert að sjá hvert módelið á fætur öðru ganga niður sýningarpallana í stuttbuxum, en það trend mun tröllríða öllu í sumar. Hvort sem þær eru við jakkaföt eða fínar og litríkar stuttbuxur eins og við erum vön. Ég fíla þetta trend í botn!Skaterboy tískan: Bomberjakkar, derhúfur og skyrtur eiga eftir að vera mjög áberandi í sumar. Flíkur með hermanna - og dýramynstri hafa verið að koma sterkt inn síðustu mánuði og verða mjög sýnilegar í sumar. Merki eins og Samsøe Samsøe, ACNE, BOY, Rascals og Topman eru ofarlega í þessum stíl og er gaman að fylgjast með nýju sumarvörunum koma í búðirnar. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Árið 2013 er spennandi í tískuheiminum og gefur herratískan dömutískunni ekkert eftir. Pönkið sem hefur verið vinsælt síðustu misseri víkur fyrir einfaldari flíkum, klassískum peysum, sterkum litum og fatnaði í fínni kantinum. Lífið fékk Helga Ómarsson, ljósmyndara, bloggara og tískuspekúlant til að segja okkur frá heitustu herratrendum sumarsins.Neonlitir: Neonlitirnir hafa ekki verið áberandi síðustu ár en eru núna að koma ótrúlega sterkir inn. Á sýningarpöllunum sáum við mikið af jakkafötum, útiflíkum, peysum og skyrtum í öllum regnbogans litum. Sterkir og skærir litir verða flottir innan undir einfaldar flíkur, jafnvel peysa í fallegum lit undir jakkaföt. Ég er persónulega ekki viss um að ég treysti mér í þetta trend, en það er þó fallegt fyrir augað. Litir hitta alltaf í mark.Fínn klæðnaður og stuttar buxur: Það var mjög áhugavert að sjá hvert módelið á fætur öðru ganga niður sýningarpallana í stuttbuxum, en það trend mun tröllríða öllu í sumar. Hvort sem þær eru við jakkaföt eða fínar og litríkar stuttbuxur eins og við erum vön. Ég fíla þetta trend í botn!Skaterboy tískan: Bomberjakkar, derhúfur og skyrtur eiga eftir að vera mjög áberandi í sumar. Flíkur með hermanna - og dýramynstri hafa verið að koma sterkt inn síðustu mánuði og verða mjög sýnilegar í sumar. Merki eins og Samsøe Samsøe, ACNE, BOY, Rascals og Topman eru ofarlega í þessum stíl og er gaman að fylgjast með nýju sumarvörunum koma í búðirnar.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira