Dásamleg hráfæðiskaka með jarðaberjum og kókos Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2013 09:30 Helga Gabríela, hráfæðisgúrinn sem Lífið birti grein um í gær, deilir hér með okkur uppskrift af dásamlegri hráfæðisköku með jarðaberjum og kókos. Fullkomin með sunnudagskaffinu. Kókos og jarðaberjakaka Botn: 1 bolli af Raw Health súkkulaði múslí (fæst í Heilsuhúsinu) . 2-3 mjúkar döðlur og þurrkaðar fíkjur 1/2 bolli valhnetur 1-2 msk lífrænt gróft hnetusmjör 1 msk kókosolíaÞað fyrsta sem þarf að gera er að saxa döðlurnar, fíkjurnar og valhneturnar smátt eða skella þeim í matvinnsluvél. Öllu hráefninu blandað vel saman, og þjappað í form. Sáraeinfalt! Krem: 1 kókoshneta 5-6 jarðaber, eða eftir smekk 1 bolli kókosrjómi Engifer (malað) Kanill, eftir smekk Kókoskjötið úr kókoshnetunni, sett í blandara ásamt jarðaberjum, kókosrjóma og kryddi. Blandað þannig að kremið verði silkimjúkt. Ég vildi hafa kökuna lagskipta, en það ekki nauðsynlegt. Botninum er þjappað samam, kremið sett á milli og jarðaber skorin og raðað með. Síðan er um að gera að skreyta kökuna með jarðaberjum og kókosflögum. Geymist síðan í kæli í a.m.k. í eina klst.Njótið vel! Helga Gabríela. Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Helga Gabríela, hráfæðisgúrinn sem Lífið birti grein um í gær, deilir hér með okkur uppskrift af dásamlegri hráfæðisköku með jarðaberjum og kókos. Fullkomin með sunnudagskaffinu. Kókos og jarðaberjakaka Botn: 1 bolli af Raw Health súkkulaði múslí (fæst í Heilsuhúsinu) . 2-3 mjúkar döðlur og þurrkaðar fíkjur 1/2 bolli valhnetur 1-2 msk lífrænt gróft hnetusmjör 1 msk kókosolíaÞað fyrsta sem þarf að gera er að saxa döðlurnar, fíkjurnar og valhneturnar smátt eða skella þeim í matvinnsluvél. Öllu hráefninu blandað vel saman, og þjappað í form. Sáraeinfalt! Krem: 1 kókoshneta 5-6 jarðaber, eða eftir smekk 1 bolli kókosrjómi Engifer (malað) Kanill, eftir smekk Kókoskjötið úr kókoshnetunni, sett í blandara ásamt jarðaberjum, kókosrjóma og kryddi. Blandað þannig að kremið verði silkimjúkt. Ég vildi hafa kökuna lagskipta, en það ekki nauðsynlegt. Botninum er þjappað samam, kremið sett á milli og jarðaber skorin og raðað með. Síðan er um að gera að skreyta kökuna með jarðaberjum og kókosflögum. Geymist síðan í kæli í a.m.k. í eina klst.Njótið vel! Helga Gabríela.
Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira