Kobe bjargaði Lakers | 17. sigur Miami í röð | Úrslit næturinnar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. mars 2013 11:00 Mynd: AP Tólf leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann 17. sigur sinn í röð þar sem LeBron James fór mikinn af vanda. Los Angeles Lakers marði Toronto Raptors í framlengdum leik þar sem Kobe Bryant kom liðinu til bjargar. Meistarar Miami Heat virðst óstöðvandi um þessar mundir. Liðið fékk Philadelphia 76ers í heimsókn í nótt og vann níu stiga sigur 102-93. LeBron James fór fyrir sínu liði og skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 22 stig og Chris Bosh 16. Hjá 76ers átti Thaddeus Young mjög góðan leik en hann skoraði 25 stig og hitti úr 12 af 15 skotum sínum. Los Angeles Lakers færðist nær 8. sæti Vesturdeildarinnar með því að merja Toronto Raptors 118-116 í framlengdum leik. Á sama tíma tapaði Utah Jazz fyrir Chicago Bulls 89-88 sem þýðir að Jazz hefur aðeins tapað einum leik færra en Lakers en liðin hafa unnið jafn marga leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA. Kobe Bryant var hetja Lakers eins og svo oft áður en hann hitti úr tveimur erfiðum þriggja stiga skotum á síðustu 30 sekúndunum í venjulegum leiktíma og jafnaði þar á meðal leikinn þegar fjórar sekúndur voru eftir og tryggði Lakers framlengingu. Kobe skoraði 41 stig í leiknum, gaf 12 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Hann tapaði boltanum að auki 9 sinnum í leiknum. Dwight Howard skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og varði 5 skot. Steve Nash skoraði 22 stig fyrir Lakers. DeMar DeRozan skoraði 28 stig fyrir Raptors og Rudy Gay og Alan Anderson 17 stig hvor. Rudy Gay fékk tækifæri til að tryggja Raptors sigur í síðustu sókn venjulegs leiktíma og hann freistaði þess einnig að tryggja liðinu aðra framlengingu en hann hitti í hvorugt skiptið. Gay hitti úr aðeins 7 af 26 skotum sínum í leiknum. Deron Williams setti NBA met þegar hann hitti úr 9 þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik þegar Brooklyn Nets skelltur Washington Wizards 95-78. Nets lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta þegar liðið skoraði 38 stig gegn aðeins 14. Williams skoraði alls 42 stig í leiknum. Hann hitti úr 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Evans skoraði 11 stig fyrir Nets og hirti 24 fráköst. John Wall skoraði mest fyrir Wizards, 16 stig.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Miami Heat 93-102 Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 116-118 Washington Wizards - Brooklyn Nets 78-95 Oklahoma City Thunder - Charlotte Bobcats 116-94 Indiana Pacers - Orlando Magic 115-86 Dallas Mavericks - Detroit Pistons 102-99 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 103-92 Atlanta Hawks - Boston Celtics 102-107 Utah Jazz - Chicago Bulls 88-89 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 136-106 Phoenix Suns - Sacramento Kings 112-121 Houston Rockets - Golden State Warriors 94-88 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Tólf leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann 17. sigur sinn í röð þar sem LeBron James fór mikinn af vanda. Los Angeles Lakers marði Toronto Raptors í framlengdum leik þar sem Kobe Bryant kom liðinu til bjargar. Meistarar Miami Heat virðst óstöðvandi um þessar mundir. Liðið fékk Philadelphia 76ers í heimsókn í nótt og vann níu stiga sigur 102-93. LeBron James fór fyrir sínu liði og skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 22 stig og Chris Bosh 16. Hjá 76ers átti Thaddeus Young mjög góðan leik en hann skoraði 25 stig og hitti úr 12 af 15 skotum sínum. Los Angeles Lakers færðist nær 8. sæti Vesturdeildarinnar með því að merja Toronto Raptors 118-116 í framlengdum leik. Á sama tíma tapaði Utah Jazz fyrir Chicago Bulls 89-88 sem þýðir að Jazz hefur aðeins tapað einum leik færra en Lakers en liðin hafa unnið jafn marga leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA. Kobe Bryant var hetja Lakers eins og svo oft áður en hann hitti úr tveimur erfiðum þriggja stiga skotum á síðustu 30 sekúndunum í venjulegum leiktíma og jafnaði þar á meðal leikinn þegar fjórar sekúndur voru eftir og tryggði Lakers framlengingu. Kobe skoraði 41 stig í leiknum, gaf 12 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Hann tapaði boltanum að auki 9 sinnum í leiknum. Dwight Howard skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og varði 5 skot. Steve Nash skoraði 22 stig fyrir Lakers. DeMar DeRozan skoraði 28 stig fyrir Raptors og Rudy Gay og Alan Anderson 17 stig hvor. Rudy Gay fékk tækifæri til að tryggja Raptors sigur í síðustu sókn venjulegs leiktíma og hann freistaði þess einnig að tryggja liðinu aðra framlengingu en hann hitti í hvorugt skiptið. Gay hitti úr aðeins 7 af 26 skotum sínum í leiknum. Deron Williams setti NBA met þegar hann hitti úr 9 þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik þegar Brooklyn Nets skelltur Washington Wizards 95-78. Nets lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta þegar liðið skoraði 38 stig gegn aðeins 14. Williams skoraði alls 42 stig í leiknum. Hann hitti úr 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Evans skoraði 11 stig fyrir Nets og hirti 24 fráköst. John Wall skoraði mest fyrir Wizards, 16 stig.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Miami Heat 93-102 Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 116-118 Washington Wizards - Brooklyn Nets 78-95 Oklahoma City Thunder - Charlotte Bobcats 116-94 Indiana Pacers - Orlando Magic 115-86 Dallas Mavericks - Detroit Pistons 102-99 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 103-92 Atlanta Hawks - Boston Celtics 102-107 Utah Jazz - Chicago Bulls 88-89 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 136-106 Phoenix Suns - Sacramento Kings 112-121 Houston Rockets - Golden State Warriors 94-88
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira